Kjördagur

Nú flykkist fólk á kjörstaði og fer að nota sér það vald sem því hefur verið gefið að velja hverjir stjórna landinu eftir þennan dag til næsta kjördags, sem samkvæmt bókinni verður eftir fjögur ár. 

Það er góð grein hérna til að renna aðeins yfir og íhuga það vald sem maður hefur þegar inn í kjörklefann er komið. 

Það er opið og heitt á könnuni á kosningarmiðstöðum x-Í í dag, Víking -Hótel í Hafnarfirði og í Kirkjuhvoli. 

Kosningarvaka verður í kvöld á Hótel Borg.

Því miður er ekki túlkur þar í kvöld, þrátt fyrir að ég hafi pantað túlkinn fyrir um 5 vikum síðan og ítrekaðar tilraunir og allir eru velkomnir þrátt fyrir það.  Fullt af góðu fólki að segja frá hver úrslitin eru.  Þorgerður Katrín veit af þessu, ég skrifaði henni bréf og sýndi henni þetta örlitla dæmi um hvernig stöðu hún er búin að koma upplýsingaraðgengi í, í fyrsta lagi með því að skylda RÚV ekkert að gegna almannaþjónstuhlutverki sínu til ítrasta við að upplýsa um talningu atkvæða og svo vildi hún ekki viðurkenna réttindi heyrnarlausra á forsendum táknmálsins.  Miklu er kostað til að gera þetta kosningarvökur sjónvarpstöðva sem hátæknilegastar en engu er kostað til að aðgengi allra landsmanna að þeim hátæknilegum upplýsingum sé náð, enginn texti eða túlkun.

En annars gleðilegan kjördag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband