Jarðrask

Það var komið að máli við mig í dag útaf skrifum mínum og gerð athugasemd um aðgengi hjólastóla á ferðamannastöðum í síðasta pistli.  Í stuttu máli var mér sagt að stjórnvöld telja það mikið jarðrask að vera að búa til sérstakt aðgengi fyrir hjólastóla á ferðamannastöðum, dýrmætum náttúrperlum sem ekki mætti hrófla við, slíkt sé dýrt og mjög neikvætt hvað arðsemi varðar, fatlaðir ferðamenn myndu engu skila.  Ég át bara eftir honum, “ha, jarðrask?”  og var fljót að spyrja á móti hvað Kárahnjúkaverkefnið væri þá? Það eru fordómafullar staðhæfingar að segja að aðgengi fatlaðra að ferðamannastöðum séu jarðrask.  Höfum við ekki nóg af hugvitsömum verkfræðingum, landslagsarkitektum til að koma þessu á svo fatlaðir búi við sama borð og aðrir ferðamenn hvað aðgengi að ferðamannastöðum varðar. 

 

En annars er hérna hægt að sjá auglýsingar Íslandshreyfingarinnar og það með texta. 

Hér er líka áhugavert myndband.

 

Ég er búin að kjósa Eirík í Evróvision.

 

Þá er bara að skella sér í næstu kosningu á laugardaginn og mæli ég með x-Í, fyrir framtíðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Báran

Ansi sérstakt að líta sjálfsögð mannréttindi þeim augum.  Sem neikvæða arðsemi!En kemur mér ekkert sérstaklega á óvart hvað þessa ríkisstjórn varðar. 

Óska okkur góðs gengis á laugardag. 

Bestu kveðjur,

Bára

Báran, 11.5.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband