Spurning?

Ég las í Fréttablaðinum um helgina að Óperukórinn hefði fengið styrk úr framkvæmdasjóði aldraðra, einnig var minnst á einhverja fleiri aðila sem höfðu fengið styrki án þess að málefni þeirra hefði einhver tengsl við málefni aldraðra.  Satt best  að segja brosti ég þegar ég las þetta – ekki í fyrsta sinn sem almannafé fer í vitlausar hendur. 

Spurning hvort ég eða einkareknu sjónvarpstöðvarnar hefðum ekki bara átt að sækja um styrk fyrir textun á innlent sjónvarpefni í framkvæmdasjóð aldraðra – allavega hefði sá styrkur tengsl við málefni aldraðra í rökréttu samhengi – aldraðir eiga nefnilega til að missa heyrn og heyrnartæki virka stundum ekki við sjónvarpshljóð. Spurning sko.

 

Til að mynda var þannig háttað í mörg ár að Sinfónían fékk eitthvað hundruð miljónir á ári af peningum RÚV og það með lagaheimild. Einu sinni spurðist ég fyrir hverju þetta sætti – jú til að tryggja að Sinfónían fengi að lifa áfram og geti sinnt klassískri tónlist með sínum hætti svo fólk geti farið og hlustað  á klassíska tónlist.  Þetta var líka gert til að tryggja að fólk gleymdi ekki sinfóníunni þegar RÚV hóf göngu sína. Allt tryggt til að klassísk tónlist kæmi fyrir í eyrum landsmanna. Á meðan ausið var fjármagni í Sinfónínuna mátti ekki heyrast neitt um textun á innlent sjónvarpsefni inni í RÚV. 

Sem betur fer eru nú breyttir tímar og til stendur að auka textun á innlendu sjónvarpsefni í RÚV og gera sérstaklega aukingu á textun á forunnu innlendu sjónvarspefni.   Kastljósið með Evu Maríu er forunnið efni – hvað hamlar að það sé textað?   Morgunblaðið tók viðtal við mig á vefvarpi sínu og textaði viðtalið.  Vel gerlegt og tók enga stund.  Því heldur Morgunblaðið textun ekki bara áfram í vefvarpi sínu  og tryggir þar með öllum þeim sem heimsækja síðuna fullt upplýsingaraðgengi.

Og svo má alltaf spyrja um metnað hjá þáttagerðarstjórnendum að þættir þeirra séu aðgengilegir öllum sem á þá horfa?  Spurning sko.

 

En að öðru… mér finnst frábært að Alþingi tók að sér að samþykkja afnám á fyrningarfrests kynferðisafbrota.  Samþykkt þessi er kærkomið skref í átt að réttarbætum fyrir kynferðisafbrotaþolendur. Það tók langan tíma að ná þessu fram, það sveimar því yfir landinu eitthvað svona  -góðir hlutir gerast hægt – slæmir hlutir gerast hratt.   Eða hvað? Spurning sko.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þessi sjóður hefur verið notaður sem vasapeningar fyrir ráðmenn, takið eftir að það hafa sérstaklega verið framsóknarmenn, sem hafa haft aðgang að honum. Hann hefur nánast verið notaður sem skiptimynt fyrir atkvæði.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.3.2007 kl. 08:38

2 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

Sæl, já alveg ótrúlegur yfirgangur.  Skyldi ekki vera vert að spá í hvort sama hafi gerst með Framkvæmdarsjóð Fatlaðra sem félagsmálaráðuneytið hefur í vörzlu sinni?  Spurning, sko kv. SMS

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband