Án titils

Því miður verður táknmálsfrumvarpið ekki meðal rétta á hlaðborði málalista Alþingis þegar því verður slitið næsta sólarhring í síðasta sinn þetta kjörtímabil, það var of súrsætur réttur úr dýru hráefni fyrir ríkisstjórn en með annars fullt af hollum næringarefnum fyrir málminnihlutahóp þessa lands. Þetta góða holla fær sem sagt að fjúka. 

 

Það fór eins og við var að búast að táknmálsfrumvarpið kæmist ekki í gegn, ég óttaðist einmitt að þessi staða kæmi upp.  Þetta ber vissulega að harma og það letur mig ekkert í að ná þessu fram í fjórða skiptið á næsta kjörtímabili, það eflir mig frekar en letur.

 

Það er bara svona og var vitað fyrirfram að bætt aðgengi og velferðarmál í bland sem sögð eru sjálfsögð mannréttindi er ekki að finna í stjórnsáttmála þessarar ríkisstjórnar. 

En mig klígjar samt við þeirri staðreynd að það sem fór mest í brjóstið á formanni mennamálanefndar var að kvöð skyldi sett á sjónvarpfjölmiðla að texta innlent sjónvarpsefni sitt.  Þetta gaf hann í skyn í Morgunblaðsfrétt í dag og þar las ég einmitt fréttina um falleinkunn táknmálsfrumvarpsins fyrst.  Það var ekkert verið að hafa fyrir því að láta mig vita þetta með neinum formlegum hætti, allavega er það sennilega engin skylda á formann menntamálanefndar að tilkynna mér þetta, væri svo hefði hann ekki undan að tilkynna öllum forsvarsmönnum góðu málefnana falleinkun sína.  Hann nefndi líka í sömu frétt að þetta þyrfit að skoða betur, ég neita því ekki en samt sem áður er þetta í þriðja sinn sem frumvarpið er flutt og varðandi kostnaðinn þá sagði samflokksþingmaður hans Pétur Blöndal að kostnaður við frumvarpið væri aukaatriði og yxi mönnum ekki í augum þegar um svona sjálfsagt mannréttindamál væri að ræða. 

Þess skal geta að formaður menntamálanefndar hafði fullt samskiptaaðgengi að mér og hafði þar með alveg tíma til að ræða málin eða allavega reifa það svona til að koma með lendingu að breytingartillögu, en hann ákvað að nota það tækifæri ekki. Hans val. Hann nefndi samúð sína við málstaðinn. Heyrnarlausum vantar ekki samúð, þeim vantar sjálfsögð mannréttindi og viðurkenningu á tilverurétti sínum.

Nú er svo komið að engin afsláttur verður lengur gefin af heyrnarlausum þegar kemur að réttindum þeirra á forsendum táknmálsins, útsalan er búin, nýtt kortatímabil er hafið eða öllu heldur nýtt framlegðarskeið þjóðarinnar í átt að enn frekari velsæld hagvaxtarins eins og forsætisráðherra þjóðarinnar orðaði eitthvað í þá áttina í eldhúsdagsumræðum á þingi í vikunni.

En á meðan eru réttindi heyrnarlausra án titils.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Leitt með þessa niðurstöðu. Þetta eru því miður oft afdrif frumvarpa stjórnarandstöðuflokkana. Gangi þér betur næst.

Haukur Nikulásson, 17.3.2007 kl. 00:11

2 Smámynd: Jón Svavarsson

láttu ekki deigan síga, Brevsnjev sló í borðið með skónum til að fá athygli í öryggisráði sameinuðu þjóðana, líklega ættir þú að gera slíkt hið sama. það er alveg rétt sem þú segir, sinnuleysi stjórnvalda, þeir mundu taka við sér blessaðir ef þeir eða afkomendur þeirra þyrftu á því að halda. magnús Kjartansson sem var í ríkisstjórn fyrir Alþýðubandalagið var fljótur að leggja fé í sundlaugina við endurhæfingarstöð Grensásdeildar þegar hann þurfti sjálfur á henni að halda eftir að hafa verið komin í hjólastól og um svipað leiti var hjálpartækjabankin stofnaður.

Jón Svavarsson, 17.3.2007 kl. 01:29

3 identicon

Djöfullinn.... eina ferðina enn, mér er eiginlega orða vant svo gröm er ég!

Elsa G. Björnsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 08:55

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jón það var reyndar Khrushchev sem bankaði skónum sínum í púltið hjá SÞ.

Haukur Nikulásson, 17.3.2007 kl. 10:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Leitt að vita Sigurlín Margrét mín.  En það koma aðrir tíma vonandi tekst okkur að finna samhljóm þjóðarinnar um að fara að huga að þörfum allra í samfélaginu ekki bara sumra.  En til þess að það geti orðið, þá þurfum við að standa saman.  Málið er nefnilega að við sundurþykkju og ég tala ekki um ef það er vegna persónulegra ósigra veitum við þessum stjórnvöldum valdið á silfurfati.  Það ættu menn að hafa í huga.  Það er alveg orðið ljóst að þessari ríkistjórn er alveg sama um fólkið í landinu, nema þá sem eiga peninga og völd.  Þess vegna er sorglegt þegar gott fólk gengur úr skaftinu og hleypur undan merkjum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2007 kl. 17:52

6 identicon

Þetta þarfa frumvarp var ekki á gælulista íhalds eða framsóknar, það gefur sennilega ekki nógu mörg atkvæði en þessa dagana er allt talið í atkvæðum. Meira að segja þó ekki sé komið ár á samstarf þessara flokka í borgarstjórn þá rembist borgarstjórinn eins og rjúpa við staur að syngja á elliheimilum borgarinnar. Til að halda fólkinu við efnið. Það gæti nefnilega gerst að bingi yrði ekki jafn áfjáður næstu árin að vera hækja. 

heg (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband