Fjör

Nú er svo sannarlega fjör í stjórnarmyndunarviðræðum.  Sykursætar fréttir gærdagsins voru að ríkisstjórnin féll.  Ég sagði bara “loksins” í huganum þegar ég sá fréttina á netinu með hönd undir kinn.  Eiginlega mesta furða að það skyldi ekki bara hafa gerst strax eftir kjördag.  En svona er það víst þegar sumir eru meiri afneitun en aðrir.   Geir er víst búin að sækja um til forsetans umboð til stjórnarmyndunar og hann ætlar víst að búa til ríkisstjórn með fulltingi Samfylkingarinnar.  En svo eru aðrir líka að reyna við Samfylkinguna þannig að það er bara fyrir Samfylkinguna að sjá hver býður best.  Hvernig þetta endar kemur vonandi í ljós um helgina. 

 

Hér er bara rólegt enn sem komið er, ég er víst ekki lengur varaþingmaður.  Það er afleitt og ég er sennilega sú síðasta sem fengi einhvern bitling eða hvað þá bútung.  Enn er langt í að ég komist á ellilífeyrinn svo það er enn von fyrir mig að fá að stíga í ræðupúltið á Alþingi, hver veit. Það koma aðrar kosningar eftir þessar. En á meðan vantar frambærilega konu hérna vinnu, ef þið vitið um eitthvað þá má alveg benda á mig, þarf ekkert endilega að vera bitlingur eða bútungur. Ég er dugleg í velflest sem hefur með pappírsvinnu og tölvuvinnslu að gera og er útstjórnarsöm að finna út hvað gott sé hægt að gera úr hlutum.  Áhugasamir hafi bara samband. Hef bíl til umráða og er stundvís með einsdæmum svo fátt eitt sé nefnt af því góða sem mig prýðir.  

 

Brúðkaup á morgun hjá mér, ung vinkona mín er að fara að gifta sig.  Ég hlakka til að sjá hana ganga ganga eftir kirkjugólfinu geislandi af hamingju, með mildan sætan svip á andlitinu algjör andstæða þess svips sem ég hitti hana fyrst, þá var hún 4 ára ákveðin lítil stúlka sem vildi fá alla athyglina og fékk, svo skemmtileg var hún og er enn.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe takk ... ég tek þetta til mín, og já þú gleymdir að setja eitt OG þarna í lokin ;) sjáumst á morgun skvís.

Elsa G. Björnsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 01:16

2 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

MAgga það verður ekkert betra sem tekur við í ríkisstjórninni.  Það hefði verið miklu berta að hafa Framsókn áfram,  Gakktu bara strax í flokkinn ég skal stiðja þig í að komast inn næst

Ég get líka mælt með þér til vinnu því að allt þitt fólk er vannt að vinna mikið og er ósérhlífið á sjálfan sig en endilega komdu í Framsóknarflokkinn okkur vantar svona kjarna konu

Einar Vignir Einarsson, 21.5.2007 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband