Vorþing

Íslandshreyfingin - lifandi land heldur vorþing sitt sunnudaginn 6. maí kl. 15–18.  Táknmálstúlkur verður á staðnum.

Þingið verður haldið í Iðnó undir nafninu: Gerum gæfumuninn! Ósk Vilhjálmsdóttir og Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar, munu ávarpa þingið og Margrét Sverrisdóttir varaformaður Íslandshreyfingarinnar, mun kynna stjórnmálaályktun hennar. Þá mun Andri Snær Magnason rithöfundur velta því fyrir sér hvort Íslendingar séu þjóð í vondum félagsskap og Katrín Ólafsdóttir, lektor viðskiptafræðideildar Háskólans í Reykjavík, mun fjalla um hugmyndir um það hvernig lægri skattar geta hækkað heildartekjur ríkissjóðs. Tónlist, söngur og glatt á hjalla.  Áhugasömum stuðningsmönnum velkomið að koma.

www.islandshreyfingin.is


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já, Sigurlín Margrét þetta var alveg magnað í Iðnó í dag. Öflugt fólk með hrein markmið og skýra vitræna stefnu, ásamt því að hafa hjartað á réttum stað.

Takk kærlega fyrir mig

Ragnhildur Jónsdóttir, 6.5.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband