Að míga á...

Ekki vissi ég að karlmenn ættu það sameiginlegt með hundum að míga á bíla, allavega held ég að hundar vandi sig þegar kemur að þessari athöfn, þeir láta bleytuna renna við afturdekkið, þannig að ekkert slettist á lakkið.  Þessa athöfn hjá hundum hef ég séð. En í gærkvöldi varð ég vitni að karlmaður vandar sig ekkert og öll gusan rann á lakkið á mínum bíl. Ég skrapp aðeins með vinkonum mínum á Vínbarinn seint í gærkvöldi, það var fín heimsókn þangað, ein úr liðinu baðaði út höndum þegar við komum að bílnum mínum og orðlaus benti hún á mann sem stóð við bílinn minn, bílstjórahurðarmegin.  Ég gekk að honum og hann var að míga á bílinn minn, gusan fór á hurðina og svart vinylbrettið undir hurðinni, það rauk úr þegar hann sá mig koma öskrandi og hljóp í burtu.  Einföld lýsing á honum er að hann er rauðhærður, með hringlanga gleraugu og í svörtum frakka. Það sem eftir stóð var svekkelsi hjá mér og manni bregður að menn séu virkilega svona óvægnir á eigur annara að þeir míga á þær, hvernig myndi maðurinn sjálfur bregðast við ef einhver migi á bílinn hans eins og hann gerði með minn?  Það fyrsta sem ég gerði í morgun var að fara með bílinn á bílaþvottastöð og sagði ég bílaþvottamanninum sérstaklega að þrífa gusublettinn, hann gerði það svipbrigðalaust eins og það gerist víst daglega að hann þrífur svona gusur af bílnum, hann spúlaði vel með háþrýstidælunni á ljóta blettinn.  Eru einhverjir sérstakir litir á bílum sem trekkja frekar að migið sé á þá?  Annars hélt ég að það væri bannað með lögum að míga á almannafæri.

Ég veit að ég er í kosningarbaráttu og ætti að láta þess ógetið að skrifa um smáborgarháttlag drukkins ungs karlmanns EN mér býður jafnmikið við þessu og að ríkisborgarréttarveitingin sem tengdadóttir umhverfisráðherra fékk nú á dögum eins og frægt er núna. Þetta er hneyksli og fýlan af þessu er jafnyfirdrifinn og rjúkandi hlandlyktin. Sem sagt má álita að migið sé á fleira en bíla.  Svo þar hafið þið ástæðuna fyrir skrifunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já það er víða "migið á" bæði bókstaflega og í hinni merkingunni.  T.d. allt veggjakrotið í borginni er "úðabrúsahland" þeirra krotóðu.   Ég skammast mín fyrir að vera Reykvíkingur (psss, ekki segja þeim í Mosó að ég sagði þetta) þegar ég keyri niðri í miðborginni þessa dagana.  Það er skelfilegt til þess að hugsa hvaða álit erlendir gestir fái á borginni í sumar ef ekkert verður að gert. 

Leitt með utanríkisráðherrann - semur friðartímasamning við Norðmenn aðeins til þess að fá á sig föst skot heima á Fróni við heimkomuna.  Það er erfitt að vera í mögulegri forréttindastöðu og því vissara að koma á opinberri mannréttindastofnun ríkisins.

Svanur Sigurbjörnsson, 4.5.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband