...að eigin vilja

Það er fróðlegt að velta einu fyrir sér í kosningarþáttum sjónvarpsfjölmiðla, þeir hafa sennilega aldrei spurt frambjóðendur um stefnu flokks þeirra að bæta upplýsingaraðgengi sérstaklega textun á innlendu sjónvarpsefni. Viðkvæmt eða eldfimt umræðuefni fyrir þá enda eru það þeir og stjórnendur þeirra sem málið varðar að stórum hluta.  En hafi umræða um þetta efni farið fram í einhverjum af þessum þáttum þá hef ég bara ekki numið það og sennilega sömuleiðis meginþorri þeirra sem upplýsingaraðgengi þáttanna næst ekki til. 

Enn og aftur kem ég að því að vel er hægt að senda út textað efni í beinni útsendingu, það hefur verið gert í mörg ár í Bretlandi til dæmis – allar umræður frá Þinghúsinu í Bretlandi sem sendar eru út beint eru textaðar jafnóðum, og þar er umræða mun snarpari og meira um frammíköll en tíðkast hér á Alþingi sem og kosningarþáttum hérna, öll framíköll koma fram á skjánum, þetta er unnið hraðvirkt.  Fólk hefur valmöguleika á sjónvarpi að sjá textann eða ekki. 

 

En aftur að táknmálstúlkaða formannaþættinum sem ég minntist á í síðasta pistli. Í þessum þætti er oftast litið yfir farin veg í kosningarbaráttunni, minnst á stefnur flokkana í einstökum málum, s.s. heilbrigðis, velferð, mennta, utanríkis, umhverfis og efnahagsmálin.  Sennilega munu innflytjendamálin líka koma við sögu núna í ár og það mál sem brennur helst við á þeirri stundu sem þátturinn er sendur út, svo fá allir formenn svigrúm til að koma með kurteisleg lokaorð til kjósenda og veit ég að allir leggja sig fram í þeim kafla til að höfða sem mest til þeirra óákveðnu, hafa lokaorðin stutt, þægileg og grípandi.  Í þeim þáttum sem ég hef séð (ég hef horft á alla frá upphafi) hefur aldrei verið minnst á viðurkenningu táknmáls eða bætt upplýsingaraðgengi. En annars er þáttastjórnendum alveg velkomið að spyrja um þetta í þættinum, þ.e. efnið höfðar mikið til samvisku og vilja þáttastjórnenda og stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar.  Flókið mál sem sagt en ætti ekki að vera það ef upplýsingaraðgengismál sjónvarpsstöðvanna væru þeim sjálfsögð mál. Textun er jú almannaþjónustuhlutverk rétt eins og hljóðið og sjálfsögð mannréttindi.  Það yrði ágætis tilbreyting.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð Sigurlín Margrét.

Já það þarf aukna textun í sjónvarpi það er engin spurning. Sama með allar íslenskar kvikmyndir bæði nýjar og gamlar. Námsgagnastofnun ríkisins hefur líka gefið út fullt af myndböndum og er enn að og ekki eitt einasta er með texta þó að það kæmi öllum í heild betur. Ekki bara heyrnarlausum og heyrnarskertum heldur líka nýbúum og þeim sem eru að nema málið og líka hinum almenna nemanda. T.d kom út fyrir ekki löngu Njálumynd sem ég veit ekki alveg hver gerði en hún er ekki með texta. Synd ekki satt?

Kveðja Margrét Auður

margrét auður (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband