9.1.2007 | 10:41
Tossalistinn
Hann er orðin svakalangur tossalisti ríkisstjórnarinnar í málefnum fatlaðara og minnihlutahópa í samfélaginu.
Við skulum líta aðeins yfir farin veg eða öllu heldur ófarin veg í þessum málum:
- Haustið 2003 tilkynnti Árni Magnússon þáverandi félagsmálaðráðherra að lögin um málefni fatlaðara væru í endurskoðun. Nú á þessu síðasta þingi kjörtímabilisins hefur enn ekkert bólað á þessari endurskoðun.
- Engin lög um fullkomið upplýsingaraðgengi allra hafa verið samþykkt eins og til dæmis lög um textun á innlent sjónvarpsefni eða hvað þá aðgengi allra á heimasíðum opinberra stofnanna.
- Táknmál þrífist á forsendum bráðabirgðalausna og geðþóttaákvarðanna og skapar óöryggi fyrir notendur í samskiptum sínum í daglegu lífi. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að táknmálsnotendur sem búa við svona óöryggi hafa allt að þrefalt meiri hausverk heldur en almenningur sem hefur óheft aðgengi að daglegu amstri sínu sem leiðir af sér að lífslíkur táknmálsnotenda eru styttri en almenns viðmiðunarhóps.
- Í haust var enginn blindrakennari starfandi hérlendis og 3 blind börn hafa flust búferlum með fjölskyldu sinni til annars lands til að fá þá skólagöngu sem þau eiga rétt á. Slíkt er víst ekki í boði hérlendis.
- Engin lög eða reglugerðir segja til um að fatlaðir eigi að vera í bílbeltum í bifreiðum á vegum ferðaþjónustu fatlaðra!
- Starfsfólki í umönnunarstörfum fyrir fatlaða er greidd smánarlega lág laun fyrir störf sín sem gerir það fyrir verkum að erfitt er að manna í stöðurnar og þar með fá fatlaðir enga þjónustu sem þeir eiga rétt á, allt lagt á herðar stórfjölskyldunnar ef hún er til.
- Sambýlum fyrir fatlaða hefur ekki fjölgað neitt og lítið borið á litlum sambýlum fyrir þá sem geta búið einir en þurfa aðstoð. Hvernig er annars komið með biðlista eftir sambýlum?
- Ekkert hefur borið á því að komið sé á fót fullri liðveislu fyrir mikið fatlaða einstaklinga og daufblinda.
- Hvað vinna margir fatlaðir hjá hinu opinbera að koma málum sem þessum í réttan farveg?
- Maður getur ekki sleppt að tala um heilbrigðisþjónustuna í þessu samhengi því hún er sífellt að verða kostnaðarmeiri fyrir fatlaða.
- Er ekki eitthvað minnisblað til í félagsmálaráðuneytinu sem ber yfirskriftina Samfélag fyrir alla hvernig væri nú að dusta rykið og kaffisletturnar af því?
- Atvinnuleit fyrir fatlaða?
- Lítið gert í því að bæta hag öryrkja fjárhagslega svo hægt sé að lifa mannsæmandi lífi.
- Af hverju tekur almennt vinnuferli í málefnum fatlaðra alltaf svo langan tíma frá hugmynd til framkvæmdar?
Jæja, bara svona nokkrar hugleiðingar á sama tíma og sjávarútvegsráðherra er að vinna að opnum huga að efla hag stórútgerða um hvort auka eigi veiðiskyldu þeirra sem ráða yfir aflaheimildum. Þessi opni hugur þýðir í stuttu máli meiri ójöfnuð og enn einu sjávarþorpinu verður rústað.
Athugasemdir
hehe takk, það sagði líka við mig einn ágætur þingmaður.. og hvað gerðist, nokkrum mánuðum síðar var hann farin úr sínum flokki ;)
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 9.1.2007 kl. 10:48
Takk fyrir þennan lista, þarft framtak!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.1.2007 kl. 19:04
Sæl,
Takk fyrir þennan þarfa Tossalista. Það þyrfti að dreifa honum sem víðast og láta sem flesta lesa. Aðgerðaleysið í þessum málum er svo alvarlegt og óþolandi að það hálfa væri nóg. Ég bara trúi því ekki að meirihluti Íslendinga vilji að þetta viðgangist. Haltu áfram að berjast!
Guðfríður Lilja
Guðfríður Lilja, 9.1.2007 kl. 21:15
Sæl Sigurlín.
Það er ágætt að góðu fólki í öðrum flokkum líki framsæknar hugmynir okkar frjálslyndra þó það hafi ekki enn ratað til okkar. Það er alltaf velkomið, annars þurfum við líka gott fólk i oðrum flokkum til að vinna með. Annars takk fyrir verkefna-listann, vonandi fáum við tækifæri til að koma þessu í framkvæmd eftir næstu kosningar.
Sigurður Þórðarson, 9.1.2007 kl. 23:58
Sæl Sigurlín.
Það er ágætt að góðu fólki í öðrum flokkum líki framsæknar hugmynir okkar frjálslyndra þó það hafi ekki enn ratað til okkar. Það er alltaf velkomið, annars þurfum við líka gott fólk i oðrum flokkum til að vinna með. Annars takk fyrir verkefna-listann, vonandi fáum við tækifæri til að koma þessu í framkvæmd eftir næstu kosningar.
Sigurður Þórðarson, 9.1.2007 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.