Jólaísinn

Nú er maður víst á síðustu fetum í jólaundirbúninginum.  Sem sagt er ég búin að næstum öllu nema skúra og bóna gólfið vel hérna.   Matarvenjur hjá mér breytast eitthvað í ár, þó ekki neinar róttækar breytingar verð ég að segja það að ég er engan veginn tilbúin að sleppa heimagerðum jólaísnum mínum.  Í gærkvöldi dundaði ég mér svo við að staðfæra uppskriftina í sykurlausan jólaís og við fyrsta smakk get ég sagt það að mér hafi bara tekist vel til og vona hann verði enn betri þegar hann kemur úr frystinum.  Þið sem eigið í vandræðum með sykurinn eða viljið vera laus við hann megið alveg fá að prófa.  Uppskriftina fáið þið hérna.

Tvílitur sykurlaus heimagerður jólaís 

Dökki ísinn

3 stk egg

2 msk sykursæta Xylo Sweet

85 gr Bel Arte Noir sykurlaust súkklaði (fæst í Heilsuhúsinu)

4 dl rjómi

20 gr Bel Arte Blanc sykurlaust súkklaði (fæst í Heilsuhúsinu) saxið það smátt. 

 

Aðskiljið eggin.  Hrærið rauðurnar með sykrinum þangað til stífnar og verður ljóst.

Bræðið súkklaðið yfir vatnsbaði.  Setjið súkklaðið svo saman við eggjarauðu hræruna. Hrærið þar til orðið er samfellt.

Stífþeytið eggjahvíturnar.  

Stífþeytið rjómann.

Blandið eggjarauðuhrærunni varlega saman við stífþeyttu hvíturnar, blandið svo rjómanum líka varlega saman við með sleikju.   

Saxið hvíta súkklaðið smátt og setjið í ísinn.  

Setjið í form, hafið skurð í miðjunni og frystið. Passið upp á að ekki verið loft í ísnum.  Farið svo að búa til hvítan ís.

Hvíti ísinn

2 egg

1 msk sykursæta (Xylo Sweet)

40 gr Bel Arte Blanc sykurlaust súkklaði (fæst í Heilsuhúsinu)

1,5 dl rjómi

20 gr Bel Arte Noir eða Lait sykurlaust súkklaði (fæst í Heilsuhúsinu) saxið það smátt.

 

Notið sömu aðferð og með dökka ísinn.

Takið dökka ísinn úr frystinum og setjið hvíta ísinn í skurðinn.  Sléttið, setjið plastfilmu yfir og álpappír yfir eða lok ef þið eigið til lok á formið. Ég frysti þennan í silconformi.  Setjið í fyrsti og frystið fram að framreiðslu. Látið ísinn á fat og dreifið t.d. rifsberjum, bláberjum og jarðaberjum í kring.

 

Þó ísinn sé laus við sykurinn er þar með ekki sagt að hann sé fitulaus því rjóminn sér honum alveg fyrir nægjanlegri fitu.  Ekkert sem kemur í stað rjóma svo mikið er víst.  Þetta eru nú einu sinni jól. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttarr Makuch

Takk fyrir uppskriftina, ég ætla að prófa hana og hafa ísinn á boðstólnum í jólaveislunni milli jóla og nýárs.  Ekki veitir manni af að minnka sykurátið

Óttarr Makuch, 21.12.2006 kl. 22:49

2 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

Já, verði þér að góðu og gleðileg jól!

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 23.12.2006 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband