18.12.2006 | 09:26
...ljóta málið
Þær voru ljótar lýsingarnar sem ég sá í Kompásþættinum í gærkvöldi sé tekið mið af því sem sýnt var með texta. Af lýsingunum að dæma á að loka svona menn tafarlaust inni og helst henda lykilinum langt út í móa er mín skoðun á málinu þar sem fyrir mér var sýning á þættinum eins og nokkrar blaðsíður hafi verið rifnar úr bók sem ég væri að lesa. Ég fékk bara einhliða frásögn til að melta þ.e. það sem sýnt var textað, ég get bara myndað mér skoðun á textaða hlutanum. Ég veit ekkert hvað Guðmundur í Byrginu sagði sér til varnar og fyrir mér get ég þar með ekki sagt að hann sé saklaus eða sekur þangað til sekt eða sýkn sannast. Af hverju ekki bara að texta allan þátt fyrst hann var sýndur textaður að hluta? Á maður ekki alltaf rétt að fá að vita bæði sjónarmiðin í svonalöguðu? Til þáttastjórnenda vil ég segja þetta: Textið svona þætti! Það er fleira fólk en heyrandi fólk sem þarf að fá varnarorðin líka hafi þátturinn á annað borð þann boðskap að færa og allir eiga þar með rétt að vita hvað gerist í sínu þjóðfélagi á líðandi stundu eða hvað, hver var nú annars tilgangurinn með því að sýna þáttinn?
Athugasemdir
Ég get tekið undir það með þér, annaðhvort eiga þættir að vera textaðir í heild sinni eða að sleppta því. Það getur ekki verið svo gríðalega mikill kostnaður við að texta svona þætti sem eru ekki í beinni útsendingu. Mér þótti þátturinn að morgun leyti ágætur hjá Kompás í gær en mér þótti hann samt einum of einlitur þe það vantaði að fara yfir málið frá báðum hliðum, þetta líktist frekar lifandi dómsúrskurði þar sem búið var að dæma manninn frekar en að líta út eins og fréttaþáttur sem ætti að kasta ljósi til okkar áhorfendanna um það sem er að gerast í lifandi lífi. Ef þetta mál er hinsvegar satt og rétt þá er á ferðinni stóralvarlegt mál, en við skulum hafa það í huga að allir eru saklausir uns sekt er sönnuð.
Óttarr Makuch, 18.12.2006 kl. 21:30
Takk fyrir þetta og mikið til í þessu hjá þér. Mér finnst bara ekki hægt að sleppa neinu, hálfklárað verk þá hafið er...;
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 19.12.2006 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.