26.3.2007 | 16:33
Glæsileg byrjun!
Íslandshreyfingin lifandi land kom svo sannarlega vel úr fyrstu skoðanakönnunn í gær. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins fengi Íslandshreyfingin þrjá þingmenn kjörna. Þegar ég sá þetta þá sagði ég ósjálfrátt við mig í huganum: jæja, ef við náum 8 þingmönnum inn þá skal ég labba eins og Steingrímur gerði þvert yfir hálendið í sumar Núna á mánudegi finnst mér það ekki svo vitlaust. Satt best að segja ekki svo afleitt þar sem undirbúningur að stofnun Íslandshreyfingarinnar hefur verið vandaður og vel komið fram með aðaláherslumálin.
Verið er nú í þessu að leggja lokahönd á heimasíðuna sem fer að öllum líkindum í loftið á allra næstu dögum, ég lofa fyrir lok þessarar viku. Þar geta menn og konur kynnt sér meginefni stefnu Íslandshreyfingarinnar í einu og öllu. Þar verður einnig möguleiki að skrá sig í Íslandshreyfinguna. Á meðan bið ég fólk að sýna smá þolinmæði því þetta er óðum að koma og fyrir íbúa á Snæfellsnesi þá verða Jakob, Margrét, Ósk og Ómar á ferð á morgun (þriðjudag 27/3) sem hér segir:
Súpu-og hádegisspjallfundur Hótel Ólafsvík kl. 12Kaffifundur Arnarbæ Arnarstapa kl. 15
Fundur Narfeyrarstofu Stykkishólmi kl. 18
Athugasemdir
Það verður fróðlegt að sjá einhver fleiri nöfn sem tengjast hreyfingunni..fara þau ekki bráðum að koma fram???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 16:42
Jú, jú elskan mín, þau fara að birtast eitt af öðru á allra næstunni ;)
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 26.3.2007 kl. 16:46
Jú Kata mín, ég líka , gömul skólasystir úr MÍ
Sigríður Jósefsdóttir, 26.3.2007 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.