...þá er það af!

Líklega best að fara að koma sér að skrifa hérna núna.  Að fyrstu vil ég þakka öllum góð orð í athugasemdakerfinu, þið meirihlutinn þarna vitið alveg nokkurn veginn hvar þið hafið mig og mínar hugsjónir. 

 

Ég get alveg sagt eins og Margrét Sverrisdóttir að flokkurinn hafi yfirgefið mig, ekki ég hann.  Ég sá hann fjarlægjast mig smám saman í fjandsamlegu augnráði nýrra félaga úr NA til mín á Landsþinginu. Fjandsamlegt augnráð var þó ekki það eina sem hrakti mig í burtu heldur það að formaðurinn stóð við kjörkassann.  Þið getið ímyndað ykkur hvað gerist í svonalöguðu, formaðurinn sem var tvisvar búinn að gefa út stuðningsyfirlýsingu á Magnús Þór og ef einhverjir vissu ekki hvað ætti að skrifa á varaformannskjörseðilinn þá örugglega hefði hann einfaldlega sagt hátt og snjallt: “Magnús Þór” og sennilega sama þegar spurt var um hver ætti að vera ritari, þá hefði hann sagt “Kolbrún”.  Þarna á þessu augnabliki var mér nóg boðið.  Formanninum sem ég veit að er eða öllu heldur var í þessum orðum skrifuðum annt um lýðræðislega kosningu hefði þarna átt að vita betur að svona gera formenn ekki.  Þeir eiga að halda sig sem lengst frá kjörkassanum og gefa fólki færi á að kjósa á sínum lýðræðislegum forsendum í friði.  Þeir höfðu alltaf sagt að NA væri ekkert að yfirtaka flokkinn og reiknuðu alltaf með að um 50 manns úr NA kæmu á Landsþingið, sossum ekkert til að hafa áhyggjur af.  Og hvað gerðist?  Í “áhyggjuleysinu” létu þeir prenta 1200 kosningarseðla. Það skal alveg segjast að báðir aðilar stóðu í smölun til að afla sér fylgis. En hverjir voru kræfastir í þeirri smölun?  Magnús Þór hafði miklu meiri og betri aðstöðu en Margrét til að ná inn nýjum félögum og skrá þá, hann var á skrifstofunni á fullu.  Á meðan var Margréti veittur stopull aðgangur að félagsskrá flokksins. Þetta Landsþing Frjálslynda flokksins gaf okkur nasasjón hvernig kommúnistaríkin standa fyrir kosningum sínum sem við höfum alltaf fyrirlitið.

 

Ég ætla ekki að segja neitt sem hljómar eitthvað svona “gott að vera vitur eftir á”  Ég kom í flokkinn þegar allt var í góðu og kjarni félagsmanna samheldinn með einsdæmum og allir sáttir út á eitt og ég hreifst með.  Margt er búið að gerast síðan 2003 og ætla ég ekki að rekja það upp hérna.  Ég held ég geti alveg sagt að ég hafi séð allan þverskurðinn af því sem getur gerst í stjórnmálum. Frá því besta þangað til allt fer á versta veg í formi yfirtöku og að inn í flokkinn kemur fólk sem svífist einkis og er tilbúið að gera hvað sem er fyrir eitt stykki þingsæti.  Allar aðferðir til þess atarna eru notaðar hjá þessu fólki, ein er sú að sölsa undir sig heila útvarpsstöð og hafa það að markmiði að ryðja úr vegi verðugum andstæðingum með persónuníð á honum og hans fólki. Hin aðferðin er að láta fólk kjósa sig án þess að segja því til hvers það ætti að gera það.  Þriðja aðferðin er að hafa uppi hróp að andstæðinginum í miðri framboðsræðu.  Fjórða aðferðin er að borga sig inn og segja það styrk til flokksins sem er svo í formi félagsgjalda fyrir fólk sem veit ekkert upp og niður til hvers það eigi að mæta og skrifa nokkra stafi á atkvæðaseðil.  Sem sagt öllu tjaldað til og örugglega á fleira misjafnt eftir að týnast fram þegar fram líða stundir.

 

Nú er Eiríkur Stefánsson þagnaður á Útvarp Sögu, það er loksins búið að binda hann og það þurfti bara að gerast með setu í miðstjórn, þá fyrst fer hann að þegja og á samviskunni hefur hann pólitískt líf tveggja frambærilegra kvenna og fleira fólks sem engan veginn getur samsamað sig núverandi valdhöfum.

 

Þá er þetta af það sem ég vildi sagt hafa um Landsþingið og ákvörðun mína að segja mig úr flokkinum.  Ég geri það ekki með neinum gleðisvip. 

Á næstunni verða pistlar hérna litaðir hugsjónum mínum um öll þau þörfu málefni sem mér finnst eiga að fá að njóta sín og vera framkvæmd.

Mér finnst ég, Margrét Sverrisdóttir og allt það fólk sem nú flýr flokkin vera sigurvegarar Landsþingsins.   Það trúir á sína sannfæringu og hugsjónir og svífist ekki jafneinkis og það fólk sem nú hefur tekið flokkinn af okkur.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að vita að talningin var í lagi - skiptir þá engu hvernig atkvæðin urðu til.

hér sannast hið fornkveðna:

"Og þó þú tapir

það gerir ekkert til

það var nefnilega vitlaust gefið"

Skyldi Guðjóni var alveg sama um að "gefa vitlaust"

Asta (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 11:12

2 identicon

"Folk sem svifst einskis bara fyrir eitt stykki tingsaeti" segir tu. Ma ekki alveg eins segja um Margreti Sverris "Folk sem svifst einskis bara fyrir eitt stykki varaformannsembaetti" Mer finnst hun nu ekki hafa setid tarna a neinum fridarstoli vid felaga sina og oft hreinlega hagad ser eins og fyll a egoflippi i postulinsbud og kippir hun tar i kynid hans pabba sins. Nei folk a ekki flokka og tetta upphlaup hennar ber keim af tvi ad hun taldi sig vera tinglystan eiganda flokkseigendafelagsins.  Eg er hraeddur um ad tad sama hefdi sked hja henni hefdi hun verid varaformadur s.l. ar og Magnus Thor hefdi bodid sig fram gegn henni og hun hefdi lika tapad teirri orustu, ta hefdi hun lika hlaupid i fylu blessud stelpan. Tetta upphlaup verdur henni ekki til framdrattar a neinn hatt. Hun hefdi betur starfad tarna afram eins og Magnus Thor aetladi ad gera hvort sem hann hefdi tapad eda unnid. Tetta gat hann sagt einlaeglega fyrir kosningarnar tad var meira en Margret gat sagt. I stjornmalum gengur ekki allt eda ekkert reglan, tad a ekkert skylt vid lydraedid.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 11:19

3 identicon

Gunnlaugur! þú ert engan veginn að ná pointinu í þessu öllu saman.

Elsa (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 12:20

4 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

Ó já minn kæri Björgvin, það kemur hlaup eftir þetta hlaup...  spurning hvar maður ætti að stimpla sig inn og svo er ég í símaskránni ef einhver skyldi hugsa af fallegri alvöru til mín.  Alls ekki hætt og ekkert undir neinum feldi, alveg á ON sko. Bkv. SMS

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 1.2.2007 kl. 15:02

5 identicon

Sæl Sigurlín Margrét

Eiríkur hefur nú fleira á samviskunni en pólitískt líf tveggja frambærilegra kvenna. Ef þig langar að fræðast meira um hann ættir þú að lesa dóm Hæstaréttar nr.44/1999, þar getur þú lesið allt um það hvernig maður Eiríkur er.

Páll

páll (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 10:45

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Sigurlín Margrét.

Ég þakka þér samstarf og kynni og óska þér alls góðs.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.2.2007 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband