Annáll 2006

Nú er víst næstsíðasti dagur ársins.  Á þeim degi leggjast kannski einhverjir í að hugsa út í hvað árið sem í senn fer að líða hefur gefið þeim.

Ýmsar 065Árið 2006 var gott fyrir mig og mín börn, það er þó ekki þar með sagt að það hafi farið neinum mildum höndum um mig.  Maður fékk sín högg eins og allir aðrir, þó voru þó ekki nein stór sem betur fer en þegar upp er staðið tel ég mig bara hafa skakklappast nokkuð heilleg frá þeim. 

Hvað heilsu mína varðar var stærsti skellurinn að fá sykursýkina, lungnabólgan sem ég er með núna er algjört peð miðað við sykursýkina.  Það var nokkuð sem maður þurfti að taka á honum stóra sínum og get ég ekki bara annað sagt nú þegar heill fjórðungur af eigin líkamsþyngd hafa verið kvödd þá er þetta kannski meira happ en helvíti á jörðu. Það var gaman í ræktinni og er enn, get varla beðið eftir að byrja á nýja árinu og þá ætla ég að leggja meiri rækt í hlaupin frekar en rösklega göngu þegar vorar á nýju ári.  Ýmsar 045

Mér finnst hins vegar agalegt að hafa ekkert fengið að setjast á þing á þessu ári, ég hef sagt það áður og segi enn að mér finnst Alþingi vera að missa af miklu að hafa mig ekki þarna inni þó ekki sé nema í nokkra daga, en það koma önnur kjörtímabil eftir þetta svo maður skal ekki leggja árar alveg í bát . 

Ég og mín börn eigum fallegt heimili með stórkostlegasta útsýni sem um getur. Við leggjum mikla rækt í að hafa fínt í kringum okkur, þó börnum mínum finnst ég vera heilmikil pjattrófa núna þá er ég nokkurn veginn viss um einhvern daginn líta þau upp og sjá að það er alveg rétt hjá mér að hlutir sem við missum óvart á gólfið og tökum ekki upp strax eiga sér einhvern annan stað en á gólfinu. 

Ég las nokkrar bækur á árinu og nú er ég að lesa bókina Allt hold er hey eftir Þorgrím Þráinsson og satt best að segja hreif hún mig strax frá fyrstu línu, hún fjallar um konu sem heitir Guðbjörg og var uppi í kringum Skaftáreldana um 1783.  Það merkilega við bókina er að aðeins er sagt frá heyrnarlausri konu í henni, reyndar er hún sögð mállaus sem kannski er réttnefni því hún hafði ekkert mál eða hvað þá táknmál til að tjá sig annað en tilfinningar sínar og lét þær óspart í ljós þegar henni fannst illa að sér vegið eins og allir heyrnarlausir gera við svipaðar ástæður og þessi kona, sem kölluð er Halla, þurfti að búa við og hún leið mikið fyrir þær. Því miður heyrir maður af táknmáli götunnar enn sögur af fólki í sama ástandi og umrædd Halla var í og þá í vanþróaðri löndum eins og t.d. löndum Suður-Ameríku

Ég hélt mínu striki á árinu og barðist áfram fyrir textun á innlent efni og mun halda því áfram uns þessi sjálfsögðu mannréttindi um aðgengi að upplýsingum í  fjölmiðlum verður fullnægt og fest í lagabókstaf.  Í þeim efnum var sérstakt ánægjuefni á árinu að menntmálaráðherra og útvarpsstjóri skrifuðu undir samkomulag um aukið fé til RÚV vegna innlends efni og í sama samkomulagi er getið að textun á innlent sjónvarpspefni hjá stofnunni verði aukið.  Þetta samkomulag var gert nú á haustmánuðum en ég hef því miður ekki orðið vör við mikla  aukingu, ef til hefur það verið gert og þá farið framhjá mér en ég sé enn sem komið er enga textun á efni líðandi stundar eins og til dæmis Kastljósið.  

Sama má segja um táknmálið sem er mér að sjálfsögðu jafnhugleikið og textunin.  Ég er stolt af greinarskrifum mínum um það mál og að ég haldi því á lofti þó vissulega væri akkur í að fleiri gerðu það því það er svo mikill samhljómur á milli allra sem láta sér þessi málefni mikið varða og þekkja þau og skilja mikilvægi þess að réttindi heyrnarlausra á forsendum táknmálsins verði komið fyrir í lagabókstafnum og þau þar með tryggð þeim frá vöggu til grafar. Síðast en ekki síst það að stjórnvöld viðurkenni táknmálið sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblinda.  Það er ótalmargt hægt að segja um hvaða þýðingu slík viðurkenning hefði fyrirþennan hóp en það er vitað hvaða þýðingu það hefur fyrir sjálfsmynd manna að vera viðurkenndur. Segi bara enn og aftur að ég hefði svo gjarnan vilja setjast á þing á árinu.

Ýmsar 131Sumarið var flott verð ég að segja, jafnvel þó sólbaðsdagarnir hafi bara verið þrír almennilegir hjá mér en hvað um það. Ég skrapp í viku til Akureyrar á Norræna Menningarhátíð heyrnarlausra. Þar voru komnir margir góðir gestir frá Norðurlöndum og öðrum löndum.  Akureyri varð í viku að táknmálsbæ og gott betur því var þarna líka Alþjóðleg leiklistarhátíð heyrnarlausra – þar fékk ég mínum leiklistaráhuga fullnægt á forsendum táknmálsins. Það var gaman þarna. 

Svo kom haustið og ég hóf nám í nýjum skóla og útskrifaðist sem bókari, ekki löggiltur en líka þómeð plagg upp á tölvuþekkingu mína. Það var gaman í skólanum og ég lenti í bekk með yndislegum konum sem gaman var að kynnast og vinna með.  Útskrift NTV 2006 014

Af pólitísku flokkstarfi er það helsta að segja að starfið þar er alltaf jafnskemmtilegt. Í Frjálslynda flokknum vinnur maður með fjölbreyttu fólki sem hefur fjölbreyttar skoðanir og lætur þær óspart í ljós, alltaf lærir maður eitthvað nýtt eða kynnist einhverju nýju og sei ef ég nefni ekki fylgisaukninguna hjá flokkinum mínum á árinu, hún var flott. Það er það góða og sýnir að hann er vel hæfur til að taka á viðkvæmum málum og er enginn “eins málefnaflokkur” eins og sumir vilja halda fram. 

Deilur skyggðu smá á flokkstarfið en hver segir að flokkar eigi að vera lausir við innanbúðadeilur þegar í þeim starfar svona fjölbreytt fólk og er duglegt að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þau sjónarmið eru kannski ekki allra en það verður að segjast eins og er að fólk á skilið rós í hnappagatið að geta komist að ásættanlegri málamiðlun um ágreiningsefnin jafnvel þó þau séu fleiri en eitt. 

Af öðru félagsstarfi en pólitísku er það að segja að ég lét af stjórnarstarfi mínu í Félagi heyrnarlausra, náði eiginlega ekki að komast inn það því það er víst orðið svo vinsælt að vera í stjórninni miðað við sem áður var og svo er maður orðin hitt og þetta gamall og ungt fólk vill fá að virkja sína krafta þarna og er það góð þróun því við eigum einmitt svo mikið af duglegu ungu fólki og ansi hugmyndaríku.

Bættur hagur öryrkja fékk notið starfskrafta mína á árinu er ég var skipuð fulltrúi flokks míns í nefnd á vegum Örykjabandalags Íslands. Það starf var að mörgu leyti fróðlegt og trúi ég að það muni skila sér í baráttunni fyrir bættum hag öryrkja og aldraðra sem orðin er ansi löng. Þó skal það segjast að nokkur góð skref hafa verið stigin, sumir sáttir við þau en aðrir ekki svo maður getur bara ekki sagt annað en að alltaf megi gera betur sérstaklega þegar við búum í landi sem sagt er hafa besta velferðarkerfi heims, spurning hvort það sé alltaf rétt, væri svo væri ég sennilega þá að skrifa um krosssaum og annað bróderí. 

Jæja, þetta er víst orðin ansi löng lesning fyrir þig kæri blogglesari, það er ekki á allra færi að lesa löng blogg  og vona ég innilega fyrir þína hönd lesandi góður að þú náir að líta yfir þinn veg á árinu.  

Árið var í heild sinni bara fjandi gott skal það segjast.  Fyrir það þakka ég og er alveg til í að taka á móti nýju ári eins og það mun leggjast á mig, þig og alla aðra.  Okkur leggst eitthvað til að vöðla úr því, hvort sem það er nú skellur eða þá eitthvað sem maður verður ógurlega stoltur af það sem morgunljóst er með nýja árið er að það verður kosningarár og mjög spennandi ár fyrir alla.  Allar stundir hafa sín augnablik, það er það góða.

Hafið gleðileg áramót og bestu óskir um farsælt nýtt ár.

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir jókvætt blogg og skemmtilega úttekt.  Vissulega hefði verið gott fyrir okkur frjálslynda og þjóðina að geta notið krafta þinn í meira mæli á þingi, en við þekkum ástæðuna fyrir því.  Sumir eru svo ósljálfstæðir að þeir vilja heldur vera húskarlar á höfuðbóli en bændur á hjáleigu, þá verður svo að vera, þá verður svo að vera þó það  endurspegli ekki vilja kjósenda.   Ég bý í  öðru kjördæmi en ég leyfi mér að vona að þú takir áfram þátt í pólitíkinni.

Gleðilegt nýtt ár!!!! 

Sigurður Þórðarson, 31.12.2006 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband