9.12.2006 | 10:21
...launajafnrétti?
Frábært að það sé komin laugardagur, enginn heimalærdómur um helgina. Búin með stóra lokaverekfnið mitt í skólanum og einu áhyggjurnar eru í hverju ég á að klæðast við flutninginn á mánudagsmorgun. Það eru nefnilega líka gefin punktur fyrir það.
Ég fór með son minn í Smáralind aðeins í gær, og hann sá þennan legstein sem sýnir launamun karla og kvenna í. Það er VR sem stendur fyrir þessari sýningu. Sá litli fór að spyrja mig hvort legsteinn karla væri margfalt dýrari en kvenna. Ég sagði honum hver ástæðan væri, sem er að karlar fá hærri laun en konur. Hver haldið þið að viðbrögð sonar míns hafi verið. Hann stökk hæð sína á loft eins og hann væri að mynda að skjóta skot beint úr miðju í markið í handbolta og sagði svo, sennilega mjög hátt: YYYYeeeeeessssss..........
Það má sennilega við þessi viðbrögð spyrja hver sé eiginlega jafnréttisumræðan eða fræðslan hér á heimilinu. Ég hef engin svör en spyr aftur á móti hver sé staðið að jafnréttisumræðu og fræðslu í grunnskólanum. Væri ekki nær fyrir skólann að ráða jafnréttisráðgjafa í stað trúboðsins?
Athugasemdir
Allir karlemenn eiga mæður og ömmur og flestir eiga systur, dætur, kærustur eða bara góðar vinkonur. Sonur þinn er líklega á þeim aldri að hann er ekki farinn að brjóta þjóðfélasvandamál til mergjar. Ég vil helst að heimilin sjái um uppeldið.
Ég las góða grein í Fréttablaðinu í dag sem heitir "Skólakomminn"
Sigurðrur Þórðarson (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 18:28
Allir karlemenn eiga mæður og ömmur og flestir eiga systur, dætur, kærustur eða bara góðar vinkonur. Sonur þinn er líklega á þeim aldri að hann er ekki farinn að brjóta þjóðfélasvandamál til mergjar. Ég vil helst að heimilin sjái um uppeldið.
Ég las góða grein í Fréttablaðinu í dag sem heitir "Skólakomminn"
Sigurðrur Þórðarson (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 18:29
Allir karlemenn eiga mæður og ömmur og flestir eiga systur, dætur, kærustur eða bara góðar vinkonur. Sonur þinn er líklega á þeim aldri að hann er ekki farinn að brjóta þjóðfélasvandamál til mergjar. Ég vil helst að heimilin sjái um uppeldið.
Ég las góða grein í Fréttablaðinu í dag sem heitir "Skólakomminn"
Sigurðrur Þórðarson (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 18:29
Ég verð að vera sammála. Getum ekki endalaust kennt skólanum um. Það er á okkarábyrgð að ala börnin upp.
Daníel (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.