8.12.2006 | 13:39
...lítils metið eða ekki?
Það er ýmislegt sem vert er að skoða í sambandi við túlkaþjónustumálin hérlendis.
Fyrst mætti tildæmis skoða af hverju gjaldskránni sé haldið svona niðri og illa sinnt af menntamálaráðherra. Samkvæmt gjaldskrá SHH kostar 4.550,- að fá túlk í klst. Samsvarndi gjaldskrá í Alþjóðahúsi er þrisvar sinnum hærri. Ekki veit ég um menntun túlka í Alþjóðahúsi en túlkar hjá SHH hafa þriggja ára háskólanám í táknmáls og túlkafræðum.
Samkeppniseftirlitið hefur haft síðan í febrúar 2005 erindi frá einkarekinni túlkaþjónustu Hröðum höndum og það kom við forathugun að SHH ríkisrekin túlkaþjónusta braut 14. gr. Samkeppnislaga og kom því mjög illa niður á rekstri Hraðra handa að þær urðu að leggja starfsemina niður. Enn er ekki komin endaleg niðurstaða frá Samkeppniseftirliti og eru þeir löngu komnir yfir þau tímamörk sem þeir taka sér til að fara yfir mál sem þeim berast.
Eru ekki bara með þessum tveim dæmum hægt að sjá að störf táknmálstúlka eru mjög lítils metin af stjórnvöldum miðað við það starf sem þeir þjónusta og gefa þar með heyrnarlausum kost á sjálfsögðum mannréttindum eins og þeim að vera virkir þátttakendur í samfélaginu eins og aðrir landsmenn í námi, starfi, leik og daglegu lífi?
Athugasemdir
Sæl Sigurlín.
Laun túlka er auðvitað næg ástæða til að æsa sig yfir. En fyrst og fremst þykir mér aðgengi að túlkum það málefni sem mætti betur fara.
Ég heyrði dæmi af heyrnarlausum manni sem keypti sér tölvu og allt sem henni fylgir fyrir miklar upphæðir. Svo langaði honum að fara á tölvunámskeið sem kostaði hann einhverja þúsundkalla, en þar sem að hann er (skv, íslenska ríkinu) annars flokks borgari kostaði námskeiðið honum helmingi meira þar sem hann þurfti að fjármagna túlk.
Það er ekki verið að biðja Íslenskt fólk um að gefa heyrnarlausum annað eyrað sitt heldur, ef það á þrjú eyru þá er allveg sjálfsagt að umframeyru renni til þeirra sem þarfnast þess :)
Ó. Guðbjörn Birgisson, 14.12.2006 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.