6.12.2006 | 17:23
...skuld samfélagsins?
"Ţađ er ljóst ađ túlkaţjónusta heyrnarlausra er aftarlega í forgangsröđinni ef hún er ţá á forgangslista."
"Íslenskt samfélag skuldar heyrnarlausu fólki mikiđ."
Tvćr merkilegar málsgreinar sem vert er ađ staldra ađeins viđ og íhuga tilefniđ. Fyrri setningin var sögđ í grein Valdísar Ingibjörgu Jónsdóttur fyrir ári síđan. En ţá gerđi hún rétt heyrnarlausra til túlkaţjónustu ađ umtalsefni sem vissulega var full ástćđa til ţví félagslegi túlkasjóđurinn var tómur í fyrra.
Seinni málsgreinin er sögđ í grein hennar sem birtist í Morgunblađinu í dag. Enn og aftur kemur hún ađ óréttlćti í túlkaţjónustu heyrnarlausra og í ţetta sinn ekki af ţví sjóđurinn er tómur heldur vegna ţess ađ ráđherra hefur lítiđ sinnt um beiđni ríkisstofnunar um gjaldskrárhćkkun og ţar af leiđandi ber eina túlkaţjónustan á landinu sig ekki og getur engan veginn annađ eftirspurn.
Báđar greinarnar skrifađar í desembermánuđi, mađur spyr sig ósjálfrátt hvort tilefni ađ minna á heyrnarlausa séu ađ verđa hluti af árlegum jólaundirbúningi hjá fólki sem lćtur sér annt um réttindi heyrnarlausra á forsendum táknmálsins.
Valdís Ingibjörg er móđir heyrnarlausrar konu. Hún veit hvađ hún er ađ tala um ţegar hún nefnir í grein sinni ađ íslenskt samfélag skuldi heyrnarlausu fólki mikiđ. Um ţetta segir hún Ţađ var tekinn frá heyrnarlausum börnum möguleikinn á grunnskólanámi allt ţar til fyrir fáum árum síđan, margir af fullorđna fólkinu eru enn ólćsir og hafa enn engan ađgang ađ grunnmenntun eđa símenntun ţar sem slíkt er ekki á bođstólum á táknmáli fyrir ţennan hóp. Fáir af ţeim sem eru á starfsaldri hafa nokkra starfsmenntun. Í stuttu máli segir ţessi setning mér ađ íslensk stjórnvöld sviptu heyrnarlausa grunnskólamenntun sinni og stórum hluta af framhaldsskólamenntun í langan tíma. Mig hefur lengi langađ ađ segja ţessi kaldrifjuđu orđ vegna ţess ađ ţađ er heilmikill sannleikur ađ baki ţeirra. Sögur sem ekki verđa sagđar á öđru máli en táknmáli. Sögur ţar sem ónotalegar tilfinningar brjótast fram ţegar mađur ber sjálfan sig saman viđ jafnaldra sinn sem hefur fengiđ grunnskólaréttindum sínum og framhaldskólarétti sínum fullnćgt og er núna kannski í stórkostlega flottri vinnu. Um leiđ og mađur hefur hugsađ ţetta samanburđardćmi upp endar mađur á ţví ađ mađur geti svo sem veriđ glađur ađ vita til ţess ađ heyrnarlaus börn nú til dags ţurfi ekki ađ upplifa ţetta. Táknmáliđ er ekki lengur bannađ eins og ţađ var á ţessum tíma ţegar heilu kynslóđirnar af heyrnarlausum voru sviptar ţeim sjálfsagđa rétti sem grunnskóla-og framhaldsskólamenntun er. En samt staldrar mađur líka viđ og spyr sig ósjálfrátt hver stefna stjórnvalda sé varđandi táknmáliđ ef ađstađendur heyrnarlausra eins og Valdísi Ingibjörgu er ţurfi sífellt ađ vera ađ skrifa opin bréf til menntamálaráđherra á síđum fjölmiđla. Hver er hin eiginlega málpólitíska stefna stjórnvalda gagnvart táknmálinu? Ţađ vćri gott og gagnlegt fyrir alla ađ heyra ráđherra svara ţeirri spurningu.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.