Bættur hagur öryrkja?

Í vikunni fór ég á fund stýrishóps Öryrkjabandalags Íslands, en stýrishópurinn samanstendur af fulltrúum allra stjórnmálaflokka og hefur hist nokkrum sinnum nú á þessu misseri.  Mér sjálfri hefur fundist tilgangurinn og starfið í hópinum spennandi.  Til hliðsjónar í þessu starfi hefur verið notast skýrslu sem nefnist “Hugmynd að betra samfélagi” en sú skýrsla var unninn af 5 mismunandi vinnuhópum sem um 60 manns komu að, fólk sem mikla þekkingu hefur á öryrkjum og öldruðum hvort sem er af eigin reynslu eða þá annarstaðar að.  Skýrsla þessi “Hugmynd að betra samfélagi” var gefin út af ÖBÍ í apríl 2006. Öðrum til fróðleiks er hægt að nálgast skýrsluna á heimasíðu ÖBÍ. 

 

Stýrishópinum sem ég nefndi í upphafi og hef verið að vinna í er ætlað að koma með tillögur að bættum hag öryrkja og eldri borgar og nota þær sem innlegg í kosningarbaráttuna í vor sem og vera leiðandi fyrir það starf sem stjórnmálaflokkar vilja almennt gera í að bæta hag öryrkja.   Því miður verð ég að segja það að stjórnarflokkar hafa sýnt þessu góða starfi stýrishópsins mikla lítilsvirðingu, mætt illa, seint og stundum bara ekkert mætt.  Ekki ætla ég að fara út í það nánar en mig langar hinsvegar að segja frá síðasta fundi sem nú var í vikunni.  Sá fundur var nánast undantekning af hinum fundum en þá mætti fulltrúi sjálfstæðismanna og það enginn annar en Pétur Blöndal þingmaður. Fulltrúi framsóknar gat setið fundinn til enda en á síðasta fundi þurfti hann að fara eftir hálftíma setu.  Fulltrú framsóknar í nefndinni er aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.  Á þessum fundi áttum við að fá að heyra hverjar tillögur og/eða stefnur þessara tveggja stjórnarflokka væru í að bæta hag öryrkja og eldri borgara.

 

Það ríkti ákveðin tilhlökkun hjá mér sem og sennilega öðrum fundarmönnum líka að heyra yfirlýstar stefnur þeirra í þessum málum.  En því miður um leið og fulltrúi sjálfstæðismanna opnaði munni eða alla vega hélt ég það hingað til þá var það ekki sá fulltrúi sem var að tala heldur var það Pétur Blöndal þingmaður að segja okkur að þar sem stefna sjálfstæðisflokksins um þetta mál væri í vinnslu og væri því ekki á takteinum núna ætlaði hann sem sagt að segja sína persónulega stefnu eða skoðun á þessu máli.  Fyrst hann getur leyft sér þetta þá get ég sjálfsagt leyft mér að koma með mína persónulega upplifun á hans persónulegu stefnu til að bæta hag öryrkja.  Honum finnst að það sé með öllu ómögulegt að afnema tekjutengingu af því gift/sambúðarfólk er svo tengt mörgu öðru eins og samsköttun, vaxtabótum, húsleigubótum, lánum og öllu öðru.  Honum finnst líka að það sé með öllu ólíðandi að maki öryrkja sem er með segjum 1 miljón í laun getur ekki framfleytt maka sínum og ríkið verði að sjá um það. Hann vill meina að tekjutenging er tilkomin svo ríkið sleppi sínum ábyrgðarhluta á fjárhagslegri afkomu fatlaðs einstaklings og færa þá ábyrgð yfir á makann.   Mér finnst þetta vera einum of stór athugasemd því að þingmaðurinn verður að hafa í huga að hér er verið að tala um persónubundinn rétt hvers einstaklings sem heitir eignaréttur.  Einstaklingurinn er af einhverjum örsokum fatlaður skiptir engu hvaða fötlun sé um að ræða getur þar með ekki verið jafn samkeppnisfær og ófatlaður einstaklingur hvorki í námi né vinnu. Fötlun hverskonar kostar því sitt. Fötluð manneskja hefur stolt og vill ekki vera upp á aðra komin en getur ekki gert að því og þar kemur til kasta samfélagsins að styðja við bak þessarar manneskju til að viðhalda sínum eignarétti og geta lifað við mannsæmandi kjör án þess svo mikið að vera upp á aðra komin fjárhagslega.  Það er greinilega mjög erfitt fyrir þingmanninn að skilja svona einfalda hluti.  Það er því auðséð hvort sem er á stefnu Péturs Blöndal þingmanns Sjálfstæðisflokksins eða þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að það að afneming tekjutenginu við maka  mun ekki vera að finna í stefnu þeirra í komandi kosningum.  Þegar ég hlustaði athugul á þingmanninn fara yfir skoðanir sínar á þessum málum reikaði hugur minn til viðtals sem ég las í einu vikublaðana hér á landi við ungan öryrkja sem hafði komist í gegnum iðnnám með dugnaði og elju, var svo að stofna heimili með maka sínum og barni.  Öryrkjinn var spurður hvort hann hefði mætt fordómum á líflseið sinni, það kvað hann ekki vera fyrr en hann fór að taka eftir að samfélagslaun hans fóru að lækka ískyggilega mikið og fékk þau svör að hann sé komin með maka og því lækka samfélagslaun hans í takt við það.  Það eina sem kom í huga unga öryrkjans við þessa tilkynningu frá þeirri stofnun sem hafði séð fyrir honum og hans fötlun alla ævi var orðið fordómar.  

 

Já og hvað haldið þið svo að fulltrúi framsóknar hafi sagt um stefnu síns flokks að bæta hag öryrkja.  Því er auðsvarað, ekki neitt, sú stefna er í málefnavinnslu í flokkstarfinu.  Næsti fundur stýrishópsins verður eftir áramótin.

En um eitt eru allir í stýrishópinum sammála um og það er að einfalda almannatryggingarkerfið. Kerfið nú í dag er frumskógur sem afar fáir geta lagt fullan skilning í, það hefur undið á sig eitt og svo annað og er nú orðið að einni risastórri flækju sem fáir komast að skilja alveg til fulls.  Þetta verður að laga, svo mikið er víst og með einföldun þess á hagur öryrkja að bætast verulega til hins betra vonandi og á því byggist einmitt hugmynd að betra samfélagi.

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segi bara það sem poppar fyrst í hugann hjá mér ... megi Pétur Blöndal missa fót!

elsa (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband