Ó, afsakið!

Mér sýnist allt vera í klessu og klúðri í utanríkisráðuneytinu, það er hægt að afsaka vatnsleka af völdum frosts, enginn dó þó, aðeins skemmdir á húsnæði sem liggur ónotað og enginn veit í hvorn fótinn á að stíga varðandi allan þennan húsnæðiskost sem hefur staðið auður síðan varnarliðið fór af landi brott.  Það sem hinsvegar kemur ekki til mála fyrir utanríkisráðuneytið að afsaka er þegar tugir hundruða jafnvel þúsunda saklausra borgara féllu í innrásum Bandaríkjanna á Írak og íslensk stjórnvöld studdu það af alhug sem frægt er. Það er ekki á borðinu hjá utanríkisráðherra að afsaka þann gjörning sem stjórnliðar ákváðu í sameiningu án þess svo nokkuð mikið að bera stuðninginn upp við Alþingi.  Það er ekki heldur á kortinu að draga þann stuðing til baka vegna tæknilegra mistaka af hálfu stjórnliða.  Utanríkisráðherra finnst heldur ekki við hæfi að afsaka að hún hafi tekið á móti sendiherra Ísrels og setið að snakki undir kaffibolla sennilega drykklanga stund og fyrir utan stóðu mótmælendur sem ekki stóð á sama um stríðsbrölt Ísraela gagnvart Palestínumönnum og Líbanona.  Í þeim hildarleik hafa líka hundruð og ef ekki þúsundir saklausra borgara látið lífið og enn aðrir misst allt sem þeir eiga undir sér til að lifa daglegu lífi, land, húsnæði, atvinnu og ástvini. Utanríkisráðherra fann heldur ekki að sér að afsaka slakan enskuframburð þegar hún hélt ræðu sína um góðfúslega ósk Íslands um aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.  Vatnsleki og skemmdir á auðu íbúðarhúsnæði er það eina sem er afsökunarvert að mati utanríkisráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband