19.11.2006 | 18:33
Alvöru í málin!
Það var mjög vetrarlegt að litast um í morgun. Því verður ekki neitað að ég hef ansi flott og víðfermt útsýni eins og sést á þessari mynd.
Mér finnst einstaklega gaman að lesa vel skrifaðar greinar. Það er einstaklega hollt fyrir alla að lesa greinar sem þeir sjálfir vildu hafa skrifað. Í grein sem Þorvaldur Geirsson kerfisfræðingur skrifaði í Morgunblaðinu í gær (18.11.2006) kemur allt fram sem ég vildi sagt hafa um innflytjendamálin og er ég honum þar sammála í einu og öllu. Hann kemur vel að efninu og vill meina það að við íslendingar verðum að vera betur í stakk búin til að taka á móti útlendingum sem og það að útlendingar sem hér vilja setjast að verða að aðlaga sig daglegu íslensku lífi og vera þar með virkir þátttakendur eins og allir sem í samfélaginu búa. Þetta er ekkert hjal um Ísland fyrir íslendinga bara raunhæf sjónarmið í málefnin sem hefur undanfarna daga fengið mikla og þarfa umfjöllun. Skólar hér á landi reikna bara með fæddum börnum á Íslandi, húsakostur, starfslið og fjármagn gera ráð fyrir þeim fjölda en gera lítil ráð fyrir börnum af erlendum uppruna sem flust hafa til landsins á grunnskólaaldri. Á meðan svona ástand varir verður að stoppa flæðið og vinna að því að geta tekið vel á móti erlendum börnum og bjóða þeim þá íslenskukennslu sem til þarf í skólanum svo hægt er að nema námsefnið til jafns við aðra nemendur. Þetta sem ég nefni er bara eitt lítið dæmi sem sýnir að skólakerfið er ekki alveg tilbúið að meðtaka grunnskólanemendur af erlendum uppruna þó stefnan sé að öll börn eigi rétt á grunnskólamenntun og eigi að vera í skóla. Hér þarf víst aðeins að staldra við og koma lagi á hlutina.
Undanfarna mánuði hafa hingað til landsins flust 12 heyrnarlausir einstaklingar af erlendum uppruna. Þeir hafa allir fengið vinnu að mér skilist og finnst gott að búa hér. Þeir þurfa að læra íslenskt táknmál og líka íslenskuna. Þetta er nýtt fyrir öllum og nú er í undirbúningi þróunarvinna sem miðar að því að kenna heyrnarlausum af erlendum uppruna íslenskt táknmál og kenna þeim að aðlagast íslenskri menningu, samfélagi og daglegu lífi hérna. Sýna þeim lífsmynstur okkar, menningu og gildi. Hvernig sem það verður er spennandi að fylgjast með þeirri vinnu. Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar um þetta þróunarverkefni er bent á Félag heyrnarlausra.
Í gær var Kjördæmafélag Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi stofnað og stjórn skipuð. Þar hélt ég smáræðu og fjallaði meðal annars um innflytjandamálið og þá stöðu sem málið er núna sem og vinnu mína í stýrishópi Örykjabandalagsins að koma með tillögur að betri hag fyrir öryrkja. Eins reifaði ég að göllum eftirlaunafrumvarpsins sem ég hef minnst á hérna áður.
Mér sýnist ekki vera mikið mál að manna sætin á framboðslista Frjálslynda flokksins hérna í Kraganum, fólk er mjög áhugasamt og 1. sætið sérlega vinsælt. 2. sætið líka og það þriðja meira segja líka. Hvað mig sjálfa varðar þá stefni ég á 1-2 sætið og nefndi í ræðu minni að ég sæktist eftir forystusæti þar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.