Íslenska hér og íslenska þar!

Mikið lifandis ósköp getur maður dáðst að Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra nú í dag.  Hún vill halda íslenskunni á lofti og kemur með þetta núna loksins í þessu, hefur haft allan þennan tíma til þess og það allt á þessari einni viku.  Fyrst var það stóraukið fjárframlag til íslenskukennslu fyrir útlendinga, flott mál og hefði alveg mátt koma fyrr en rétti tíminn var bara einmitt núna og svo það nýjasta, heiti á erlendum bíómyndum og þáttaröðum skulu vera íslenskuð – fínt mál líka, dagur íslenskrar tungu óðum að nálgast og sá síðasti fyrir kosningar.  Hún á eftir að gera betur og er aðeins komin á sporið í átt að því að skilja hversu mikið gildi textun á innlendu sjónvarpsefni hefur fyrir allavega meira en 10 % þjóðarinnar sem ekki getur fylgst með íslensku efni í sjónvarpi – og þá er ég að tala um allar sjónvarpstöðvarnar.  Hún getur tekið á honum stóra sínum og reynt að finna leið til þess að skylda allar sjónvarstöðvar til að texta innlent sjónvarpsefni, jafnvel gera það mál að skilyrði við veitingu sjónvarsleyfis.  Textun á innlendu efni er í mínum huga núna þjónusta í almannaþágu og þjónusta í almannaþágu s.s. hljóð og íslenskt mál er háð skilyrðum við veitingu sjónvarpleyfis nú þegar.  Textun þarf að komast í lög, það er mikið mannréttindamál fyrir stóran hóp fólks sem ekki er alveg að nema hljóðið úr sjónvarpi. Jafnvel útlendingar læra íslenskuna betur ef þeir heyra hana talaða og sjá hvernig hún er skrifuð samtímis.  Semsagt tvöfalt notagildi fyrir þá sem textans njóta.

Ef hún sinnir þessu máli ekki, þá fer ég að hugsa svona sitt á hvað hún sé hrædd við – einkasjónvarpsstjórana?  Er verið að hlífa þeim eitthvað?   Er það að textun á innlendu sjónvarsefni verði sett í lög það versta sem gæti komið fyrir einkasjónvarstöðvarnar? Allir dagar eru nefnilega dagar íslenskrar tungu.   Fyrir liggur á þessu löggjafarþingi frumvarp um textun á innlendu sjónvarpsefni flutt af Guðjóni Arnari Kristjánsyni Frjálslynda flokkinum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband