Fimmföldun á fylgi FF

Fimmfalt fylgi er ansi gott fyrir stjórnmálaflokk sem þorir að taka málin föstum tökum og standa við sína sannfæringu hvað sem á dynur. Þó svo flokkur minn fékk nú í dag í skoðanakönnun Fréttablaðsins 11 prósenta fylgi þá hef ég ekkert ofmetast neitt.  Ég hef enn sömu trú á flokkinum og fyrir var þegar hann hafði 2-3 prósenta fylgi.  Svo einfalt er það.  Þetta eru hörkuduglegir þingmenn sem flokkurinn á, sennilega með álíka mörg þingmál í sinni könnu og stærsti flokkurinn með margfalt fleiri þingmenn, bara gróf ágiskun hjá mér og ég verð að segja eins og er og þið eflaust vitið, þá vildi ég að ég væri þarna í ólgusjó þingsins á þessum síðasta þingvetri fyrir kosningar, en hmmm ekkert má víst. 

Fylgisaukningin skýrir sig sjálf;  fólk er ánægt með þann málflutning flokkurinn hefur staðið fyrir og fólk vill hreyfingu á málin.  Fólk vill ekki að flæði frjáls vinnuafls frá Evrópulöndum sé ótakmarkað. Við vorum og erum í engan veginn stakk búin til að taka á móti þessum fjölda miðað við íbúastærð okkar þó vissulega stöndum við í miklum framkvæmdum sem þýðir kannski að skortur geti orðið á vinnuafli en við íslendingar höfum nú alltaf sýnt í gegnum árin að við séum ótrúlega úrræðagóð þegar á harðbakkann slær. En það verður samt að passa að þessir hlutir falli ekki í sömu gryfju og var að gerast fyrir málflutninginn.  Verið viss um að flokkurinn mun fylgjast með þeirri þróun á næstunni.

 

Það er alveg ótrúlegt hve mikil umferð hefur verið hérna á síðunni minni undanfarna daga og enginn hefur enn sem komið er boðist til að koma með borvélina sína hingað og klambra saman IKEA skápnum með mér.  Svo ég sé bara framá að ég verð að hóa í einhverja af þessum fimm bræðrum sem ég á.  Góðu fréttirnar eru hinsvegar að skápurinn verður komin upp fyrir jól.  Já, það er fer að styttast í blessuð jólin.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband