Pottþétt réttlætanlegt

Því ber að fagna að ríkisstjórnin tók sig til á andlitinu og ætlar að nýta sér undanþágur um takmarkanir á frjálsu flæði vinnuafls til landsins.  Ríkisstjórnin fær með þessu góðvænilegt klabb á bakið fyrir að taka á málinu af röggsemi.  Þarna föttuðu þeir að þeir höfðu gert stór mistök í vor og sennilega allir sem studdu það þá líka.   Það verður þó að segjast að ekki hefði neitt verið gert ef umræða um þetta hefði ekki fengið að koma upp á yfirborðið eins og raunin var og hefur sýnt sig undanfarna daga. 

Þetta var pottþétt réttlætanleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Klabb? ... Klapp á það vist að vera..... svo finnst mér þetta jaðra við rasisma að takmarka flæði inn í landið.... setningin "Við viljum hafa okkar velferðarsamfélag fyrir Íslendinga" er hrein og klár rasismi.... viljum við að það sé svona komið fram við Íslendinga í útlöndum?

Já ég verð að viðurkenna að ég styð ekki þetta málefni, hver ætlar að vinna þá vinnu sem þeir útlendingar vinna við flestir í dag? Við Íslendingar erum upp til hópa frekar góð með okkur og viljum fæst vinna þessi störf þá aðallega fiskvinnslan úti á landi, hver ætlar að sjá um að halda þessum störfum fullmönnuðum þegar nú þegar er skortur á vinnuafli nær allstaðar?

Elsa (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 13:32

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Svart til Elsu. Er einhver að segja að Ísland se að, eða eigi að, loka fyrir útlendinga? Er einhver að segja að fólk af erlendum uppruna sem býr og vinnur á íslandi eigi ekki að eiga rétt á bótum ef þannig ber undir? Mér sýnist umræðan snúast um að stjórna innflutningi, ekki loka fyrir hann.

ísland er fámennt land og það þarf ekki mikið til að koma þjóðfélaginu úr jafnvægi. Að vilja hafa stjórn á því hvað margir geta komið til landsins hefur ekkert með rasisma að gera.

Villi Asgeirsson, 8.11.2006 kl. 23:23

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Svar til Elsu, ekki svart til Elsu.

Villi Asgeirsson, 8.11.2006 kl. 23:25

4 identicon

Þó svo umræðan snúist um að stjórna innflutningi þá er pointið mitt hvernig? og hvers vegna? Erum við færri en útlendingarnir á Íslandi hvað veldur því að þetta málefni er heitt í dag, er það umræðan í fjölmiðlum síðustu daga um fjölgun glæpamanna meðal innflytjenda? Ég vil fá skýr svör ekki loðin og setningar á borð við að Ísland sé ætlað Íslendingum höfðar ekki til mín, ég veit ekki betur en að þessir útlendingar séu búin að vera gott fyrir hagkerfi Íslands síðustu ár, og þar að auki haldið mörgum fyrirtækjum gangandi sem annars væru sennilega undirmannaðir eða farin á hausinn vegna manneklu.

Rasismi er að draga fólk í dilka, segja að sumir séu betri en aðrir og það finnst mér þetta málefni vera farið að snúast alverulega um. Ég vil ekki fyrir mitt leyti vera hafnað af "kvóta" ef ég ákveð allt í einu að flytja til annars lands af því það hentar mínum lífstil betur eða býður mér betri kosti en heimalandið, pointið er "Er nauðsynlegt að hafa kvóta á útlendingum og takmarka fjölda þeirra hér"?

Elsa (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband