Texta fyrir útlendinga, takk!

Best að blogga smá á meðan kjötið og kartöfurnar eru í ofninum.  Er ekki alltaf eitthvað skrýtið þegar maður reynir að koma viðkvæmu efni upp á yfirborðið í umræðuna eins og til dæmis innflytjendamálin að maður sé kallaður rasisti eða þá trúleysingi ef maður fer nú að vera á móti kristlegum boðskap í skólum.  En jæja, það skal segjast eins og er að við íslendingar kunnum ekkert að taka á móti útlendingum og öllu því sem þeim fylgir.  Við segjum þeim að gjöra svo vel að læra íslenskuna vel ætli þeir sér á annað borð að búa hérna áfram og sækja um íslenskan ríkisborgararétt þegar fram líða stundir, þetta með íslenskukunnáttuna er eitt af skilyrðum fyrir veitingu íslensk ríkisborgarréttar sem er vel.  Fólk þarf jú að geta verið samræðuhæft við kaupmanninn  á horninu eða jafnvel þegar kona eins og ég mæti á kaffihúsið og bið um gerfisykur, þá vill konan fá gerfisykur án þess að þurfa að fara með útlenska vertinum á bak við borðið og leita að gerfisykri.  En það er önnur saga.  Við bjóðum útlendingunum sem reyna af bestu getu að leggja sig fram að læra íslenskuna dýr íslenskunámskeið og misjafnt eftir sveitafélögum hvað þau styðja mikið í bakið á útlendingunum okkar að fara á námskeiðið og stéttarfélög líka.  Gott og vel, en einhverstaðar verða þeir að læra íslenskuna – þeir geta aukið íslenskuna með því að horfa á innlent sjónvarpsefni textað með íslenskum texta.  Frændur okkar svíar voru reyndar svolítið sniðugur hérna í den, fyrir eitthvað um þrjátíu árum síðan þá byrjuðu þeir að texta allt innlent sjónvarpsefni sitt og ákvæði um það var jafnvel sett í lög. Forsendur textunar á innlendu sjónvarsefni hjá svíum voru reyndar þeir að útlendingar lærðu sænskuna. Ekki vegna þess að heyrnarlausir/heyrnarskertir gætu notið innlends sjónvarsefnis með sama mæli og aðrir svíar.  Heyrnarlausir/ heyrnarskertir í Svíþjóð græddi á þessu og njóta þess vel, því núna er allt sænskt (innlent) sjónvarsefni í Svíþjóð textað og hefur verið í mörg ár.  Nú er víst lag fyrir þessa stjórnliða að drattast úr sporum og gjöra svo vel að kom með eitthvað frambærilegt í textunarmálum og helst setja það í lög svo þessu almannaþjónustuhlutverki sé fullnægt, útlendingum okkar og heyrnarlausum/heyrnarskertum íbúum landsins til heilla.

 

Ég er barasta búin að vera ansi dugleg um helgina.  Risastóru rússaperunum sem fyrri eigendur settu samviskulega upp hérna útum alla íbúð var hent út og ný halógen æðiflott ljós komin upp, allavega fimm komin upp og bara þrjú eftir.  Svo keypti ég loksins fataskáp sem til stendur að setja í herbergi sonarins.  Hann fékk að velja skápinn meir að segja og valdi bara þann flottasta, meira segja þann sem mömmu fannst líka flottastur.  Og mamman ætlaði að fara að setja hann samviskulega upp með leiðbeiningum frá IKEA en mamma á ekki borvél. Svo ef einhver á borvél og langar ógeðslega mikið að nota hana, þá má sú eða sá sami koma og láta reyna á borvélina hérna og skápurinn fær að njóta sín.

Og ekki nóg með það að skápurinn var keyptur heldur lét ég loksins vaða og keypti þetta fína IKEA kökukefli úr sænsku tré.  Fyrra kökukeflið er tapaðist í lygilegum aðstæðum,  það var úr marmara og kostaði eitthvað fyrir 10 árum eða svo um þrjúþúsundkrónur.  Þetta tré er bara fínt enda ekki jafnmikill metnaður og var í mér að standa í bakstri nú til dags. Reyndar ef rétt skal segja þá passar þetta kökukefli ekki í skúffuna, það er ekki neitt voðalega stórt en vekur upp spurningu hvernig þessi einfalda eldhúsinnrétting sem fyrri eigendur lofuðu í hástert þegar ég keypti íbúðina er.  Kökukefli passar ekki í hana, þetta skyldi þó ekki þýða að nú sé komin borðleggjandi ástæða fyrir því að ég helli mér í að fá nýtt eldhús sem hæfir kökukeflinu mínu, svo keðjuverkandi áhrif séu notuð þá þýðir þetta víst að ég verði að nú að drífa í því að kaupa mér borvél en á meðan er fólki frjálst að mæta hingað með borvél og jafnvel fá kaffibolla og meðí úr flotta nýja Ikea bollastellinu.  En annars mætti Ásgeir Kolbeins í Innlit/Útlit alveg mæta hingað og segja mér hvað eldhúsið mitt væri viðbjóðslega hrikalega ljótt, ég myndi bara segja honum að kaupa handa mér nýtt ef það væri eitthvað að trufla hann. Sanngjörn skipti.

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er sniðug hugmynd, en ég kannast ekki við það að allt innlent efni hér í Svíþjóð sé textað... hm?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.11.2006 kl. 20:22

2 identicon

Sæll Gunnar

Jú, það er velflest allt innlent sjónvarpsefni í Svíþjóð textað í gegnum textavarpið.  Minnir að það sé á bls 777 í textavarpinu þar eða jafnvel 555. Þú finnur örugglega leiðbeiningar á textavarpssíðunni.

Sigurlín Margrét Sigurðardótti (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 20:28

3 identicon

Það er rétt sem hér kemur fram að efni ríkissjónvarpsins er textað. Er reyndar misjafnt hvaða síða það er (199 minnir mig reyndar).

Daníel (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband