Forvarnarræktun

Í morgun þegar ég var að æfa í Sporthúsinu sá ég að ein kona á svipuðum aldri og ég var að æfa þarna með syni sínum á unglingsaldri.  Hún leiðbeindi honum með tækin.  Mér fannst þetta sniðugt og ósjálfrátt fór ég að hugsa um gagnsemi þess að foreldara myndu taka unglinga sína með sér þegar færi gæfist.  Ekki væri svo vitlaust reyndar að Sporthúsið tæki kannski einn laugardag í svokallaðan “unglingadag”.  Þar gæfist færi á að sýna unglingum okkar hvað við fullorðna fólkið erum að gera í ræktinni og til hvers.   Unglingar í dag eru sjálfsagt sumir hverjir að æfa einhverja íþróttir dagsdaglega og þá sennilega að öllum líkindum keppnisíþrótt sem er vel.  En þau verða ekki endalaust í þessu, við tekur annað þegar þau eldast, hafa þá menntast og komin í vinnu eins og ekkert sé sjálfsagðara og þá munu kannski koma einhver ár sem engar íþróttir eru stundaðar og þá einmitt er gott að stunda tækjasalinn til að halda sér í formi og sinna forvörnum að heilsunni fyrir næstu árin.  Það er því viss forvörn fyrir Sporthúsið og okkur foreldra að koma unglinginum á sporið hvað muni bíða hans þegar hann stendur á þessum tímamótum.  Og ef við foreldarnir eru dugleg að æfa svona á þessum aldri eins og ég er núna þá er það líka hluti af því að við erum að vinna að því að börn okkar þurfi ekki að sitja undir því að vera sífellt að sinna okkur vegna veikinda eða þá standa í þjarki við yfirvöld hvernær pláss losni fyrir okkur á hjúkrunarheimilinu þegar við erum komin á efri árin. Væri það ekki bara alveg yndislegt?  Yndislegast af öllu væri víst að barn manns sem væri orðið fertugt segði frekar við mann þegar maður er orðin sjötugur “hittumst í ræktinni” frekar en “ég kem og heimsæki þig í næstu viku ef ég hef tíma” þegar það kveður mann við rúmbríkina á hjúkrunarheimilinu.   

 

Og talandi um ræktina þá varð ég ekkert smá glöð þegar ég steig á viktina í morgun.  Loksins fór þetta eina kíló sem ég hef verið að bíða eftir síðustu fimm vikurnar.  En þó ekkert kíló hafi farið á þessum tíma þá er það góða við þetta allt saman að ekkert kíló hafi komið á mig og það segir mér að vöðvarnir eru farnir að þyngjast – þannig að líkaminn er í einhverri jafnvægisstillingu og svo er það að segja að á síðustu 2 mánuðum hafa 12 sentimetrar horfið af mittinu.  Bara hið besta mál, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband