Kvennablogg!

Ef hægt væri að segja á sem einfaldastan hátt um aukingu ójafnaðar í landinu þá á eiga orð Stefán Ólafsson prófessor í félagsvísinum afar vel við, en hann líkti hraða ójafnaðarins hérna í efnahagslegu tilliti við sama ástand og var á einræðistíma Pinochets einræðisherra í Chile.  Hrikaleg samlíking að þetta sé að gerast.   Ójöfnuðurinn er svo mikill að hluti af stjórnliðum verður hissa þegar þeir eru beðnir að koma með tillögur til að bæta kjör öryrkja. Þeir halda að allt sé í sómanum.  Bætt kjör öryrkja koma til með að verða hitamál í kosningabaráttunni í vor sem og ójöfnuðurinn sem stjórnliðar síðustu ára hafa skapað.

 

Ég er ekki búin að vera mesti bloggarinn hérna undanfarna viku.  Skítt að maður sé að afsaka sig á því.  Ég á nokkra góða uppáhaldsbloggara sem ég les svona dagsdaglega og viti menn! þegar ég var að skoða aðeins nánar þá eru þetta allt karlmenn. Þeir hafa ærinn tíma til að skrifa og færa inn nýtt efni, eins og þeir þurfi kannski lítið að vera að sinna börnum, þrifum, þvotti, heimanámi sínu og barnanna svo ekki sé minnst á prófin sín og barnanna líka.  Ný færsla frá þeim kemur reyndar oftast seinnipartinn, einmitt þegar konan er á fullu í eldhúsinu og börnin að læra.  Sennilega gróf alhæfing hjá mér, en þeir koma líka með nýjar færslur í vinnutímanum og hvar skyldu þeir vinna?  Ég get sagt ykkur að meginþorri þeirra vinnur hjá hinu opinbera. Getur einhver bent mér á konu sem skrifar kjarngott blogg um pólitík og vangaveltur bak við tjöldin í stuttu og hnitmiðuðu máli og ekkert bull eða dagabókarfærslur.

 

Það eru einhverjar vangaveltur núna í loftinu um að konur verði ekki nógu margar á listum stjórnmálaflokkana í kosningunum nú í vor.  Satt best að segja er það á ljótan.  Skil ekki alveg hvað fyrrum fjármálaráðherra er að hrósa úrslitum prófkjörs síðustu helgar þegar aðeins 3 konur af 10 prófkjörsframbjóðendum eru í efstu sætunum. Mér finnst þetta ekki mjög sniðugt. En sjáum þá bara til hvað aðrir flokkar koma til með að bjóða í kosningum í vor.  Er lífið svona dagsdaglega og séð út frá pólitískum vettvangi allt saman bara á forsendum karlanna?  Bara vegna þess að þeir geta leyft sér að hafa rýmri tíma, fjármuni og meiri metnað en konur?  Maður bara spyr sig ósjálfrátt.

 

Frá síðustu skrifum er það helsta að segja að mér tókst ekki að vera foreldri númer tvö að gera athugsemd við skólastjórann í skóla barna minna um Vinaleiðina sem ég skrifaði hérna neðarlega á síðunni. Það er samt mikið búið að skrifa um þessa Vinaleið í fjölmiðlum síðan þá og mér finnst ég ekki vera að ná öðru en að þetta hreint og klárt trúboð í skólanum.

 

Svo ein dagabókarfærsla hérna fái að fylgja með í lokin þá er það helsta að ég er búin að vera á fullu að halda afmæli sonarins, vera í prófum (ekki prófkjöri) og náði þeim öllum. Bara þrjú eftir núna og risastórt lokaverkefni.  Skemmt mér smávegis (það má ekki gleymast), farið á kvöldnámskeið (og er enn), verið dugleg í ræktinni, skrifað þrjár greinar, sú fjórða í burðarliðum og er að vinna að einum fyrirlestri og þess inn á milli hef ég sofið, eldað, borðað, þvegið, þrifið og gert sem sagt allt sem karlkynsuppáhaldsbloggarnir mínir hafa ekki fyrir að sinna af því þeir eru að blogga.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband