Skrif í gúrkutíð

Það er ekki mikið sem mig langar til að skrifa um.  Stundum hellist yfir mann einhver gúrkutíð sem maður er eiginlega sjálfur valdur að og við því lítið annað að gera en bara að reyna að koma á einhverju skipulagi í kringum sig.  

 

Það skal bara segja það að þetta með hvalveiðarnar er bara hið besta mál að hefja þær, verð þó að segja að kvótinn er lítill miðað við umfangið sem áætlað er með hvalaafurðirnar. En það hlýtur að lagast á næstunni og kvótinn verður aukinn. Þessar veiðar sem síðar verða að afurðum eru  vissulega kærkomin viðbót við þann margbreytilega sem er á kjötborðinu hjá kaupmanninum.

 

Í dag þegar ég kom heim úr skólanum þá greip ég í tómt í kaffikrukkunni.  Kaffið barasta allt búið og hvað gerir maður þá, maður svindlar og fær sér instant capuccino, samt var tepoki á borðinu – þetta var ekki mjög sniðugt af mér.  Eftir þennan bolla (sem var nú ekkert spés) ákvað ég bara að hjóla út í búð og kaupa mér kaffipakka.  Og þar sem veðrið var svo fallegt flýtti ég mér af stað og þegar ég var næstum komin úr Garðabæ þá fannst mér vera voðalega kalt á hausnum, ég fattaði þá að ég hafði gleymt hjálminum.  Það var bara snúið við og hjálmurinn sóttur og haldið áfram, en þá var eins og ég hefði gleymt hvað ég ætlaði að gera og áður en ég vissi af var ég komin upp í Arnarnesið, eiginlega alveg lengst niður í fjöruna.  Ég geymdi því þetta kaffipakkavesen bara bakvið eyrað og hjólaði að Sjálandinu og fór svo sömu leið til baka og yfir Arnarnesbrúnna og tók stefnuna á Smáralindina, þar kíkti ég smávegis í búðir og á endanum keypti ég hinn langþráða kaffapakka og hjólaði heim eða öllu heldur gekk ég með hjólið síðasta spölinn þar sem mesti brattinn var.

 

Annars þar sem kosningarvetur-og vor eru í nánd það er víst best að nefna það að það stendur til að stofna kjördæmafélag Frjálslynda flokksins hérna á svæðinu í nóvember og svo er stefnan tekin á að halda Kjördæmaþing í janúar allavega vera búin að þessu fyrir landsfundinn.  Það er góður kjarni sem vinnur að þessu, en samt er alltaf gott þegar fleiri drifkraftar bætast við og er það ekkert verra að þeir láti vita af sér, svo þeim sem finnst þeir eigi samleið með okkur þá er bara um að gera að hafa samband.  Alltaf er hægt að kíkja á heimasíðu flokksins www.xf.is og kynna sér málin.  Áhugasömum er velkomið að senda mér línu á netfangið smaggas@simnet.is  

Núna í þessum Alþingiskosningum fær SV-kjördæmið 12 þingmenn í stað 11 áður, það er vegna þess að kjördæmið hefur stækkað frá síðustu kosningum og NV-kjördæmið hefur minnkað þannig að einn þingmaður færist á Kragann í kosningum núna. Þetta er miðað við atkvæðafjölda á baki hvers þingmann í síðustu kosningum.  Það verða sem sagt tíu kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti.   

Þessi skrif hérna eru ekkert upp á sitt besta, en annars skulum við láta þetta gott heita engu að síður það er þó skrifað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband