Leikritið Viðtalið

Mér var treyst fyrir því að þessi auglýsing yrði sett upp hérna og geri það hér með.  Mæli með að þeir sem ætluðu að fara þegar sýningar stóðu sem hæst en fóru ekki, endilega gerið það núna, síðasta tækifærið að sjá þessu stórkostlegu fræðandi sýningu byggða á raunverulegum dæmum úr daglegu lífi heyrnarlauss fólks. 

„Viðtalið“    -það kemur okkur víst við!
Viðtalið er einstakt tækifæri fyrir almenning að kíkja inn í heim heyrnarlausra. Áhorfandinn fær að upplifa þá einangrun og útskúfun sem heyrnarlausir verða fyrir að hálfu heyrandi fólks. Í verkinu er einnig deilt harkalega á þær kennsluaðferðir sem viðgengust í kennslu fyrir heyrnarlausa lengi framan af (eða til 1980) og afleiðingar þeirrar menntastefnu. Sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. 
Sýnt 19. október í Hafnarfjarðarleikhúsinu (bak við Fjörukrána) 

„Falleg sýning í alíslenskri umgjörðElísabet Brekkan, DV.

 Þetta er sýning sem snertir mann djúpt án þess að vera á nokkurn hátt væmin eða í predikunartón ... Flott vinna.“Súsanna Svavarsdóttir, Fréttablaðið 
[...] hvernig stendur á því að öllum börnum er ekki kennt táknmál strax frá leikskóla? Hvernig getum við, þessi fámenna þjóð, sýnt hópi heyrnarlausra slíkt áhuga – og skeytingarleysi? – María Kristjánsdóttir, Morgunblaðið. 
„Í kvöld sá ég frábæra leiksýningu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Það var sýning Draumasmiðjunnar í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið á Viðtalinu, [...] Leikritið orkaði sterkt á mig – vel upp byggt og leikurinn góður. “ – Ögmundur Jónasson þingmaður.   
Miðapantanir eru hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu í síma: 555-2222 eða á netfanginu: draumasmidjan@draumasmidja

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband