8.10.2006 | 13:51
Hjólaferð
Í gær fór ég í nokkuð langan hjólatúr í góða veðrinu. Ég hjólaði alla leið upp í Álftanes. Ég hjólaði leiðina eftir göngu/hjólastígunum. Svona göngustígar eru algjör nauðsyn í öllum sveitarfélögum og hér í Garðabæ er mikið af þeim í allar áttir. Skulum segja að ég hafi hjólað þá flesta hérna eða gengið rösklega. Ekki það að ég sé að hrósa þeim sem völdin hafa í Garðabæ fyrir þá því ég held að það skipti nú engu máli hvaða flokkar séu við stjórnvölinn þegar kemur að ákvörðunum í göngu/hjólastígum í framkvæmd bæjarfélagsins. Svona stígar eru nauðsynlegir hverju bæjarfélagi og held að allir viti það hvar sem þeir nú standa í flokkapólitíkinni. Svo eru stígarnir nú voðalega heilsusamlegir þegar umferðin er orðin svona gríðarlega mikill og hröð. Þegar komið var í Álftanesið heimsótti ég góða vinkonu mína sem býr þar. Hún tók mynd af mér á fararskjótanum leyfi henni að flakka með hérna. Annars bara allt gott að frétta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.