Alþingi sett

Barasta komin október.  Alþingi sett að venju og börnin mín bæði eiga afmæli í mánuðinum.

 

Ég horfði á setningu 133. löggjafarþings núna áðan í beinni útsendingu.  Horfði á forseta okkar fara með ræðuna sína og auðvitað hugsaði ég að það hefði alveg mátt smella texta inn í útsendinguna á textavarpið, ræðan var tilbúin fyrirfram. Mér finnst því alveg við hæfi að stefnuræða forsætisráðherra annað kvöld í beinni útsendingu verði sett í textavarpið, hún er allavega tilbúin og því alveg aðgengileg að henn sé smellt inn á textavarpið í útsendingunni.  Við erum ekki komin lengra en svo í þessum málum.  Beinar útsendingar frá þinghúsinu í Bretlandi eru textaðar, þar er mikið um að vera eins og kannski einhverjir hafa séð í fréttatímum, framíköll og hvaðaneina, allt er textað.  Þannig að þetta er vel hægt.   Nú í þessum skrifuðum orðum er sennilega verið að draga í sætin í þingsalnum. 

Ég get svona nokkurn veginn séð hvernig árferði þetta löggjafarþing verður fyrir mig þegar kemur að Gunnari Örlygsyni draga sitt sætisnúmer. Dragi hann sætisnúmer þá er víst nokkuð víst að ég fer ekkert inn á þessu löggjafarþingi.

Ekki það að ég segi þetta vegna þess að sætin þarna eru svo þægileg, heldur þvert á móti það að mér finnst Alþingi og kjósendur í SV-kjördæmi missa af miklu að hafa mig ekki þarna inni, atkvæði þeirra voru gerð að engu. En við erum svo heppin að búa við virkt lýðræði og höfum kosningar þær verða núna í vor.  Spennandi verður að fylgjast með þessu þingi núna í vetur.  Það verður bæði gefið og tekið, ég spái að umhverfismálin fái mikla umræðu, sér í lagi Kárahnjúkaævintýrið okkar sem núna stendur sem hæst.  Eitthvað verður tekist á um RÚV og fjölmiðlafrumvarpið og mitt í öllum frumvarpafjöldanum kemur auðvitað aftur textunarfrumvarpið ég spái að það fái enga umræðu frekar en á fyrri löggjafarþingum en stundum gerast ótrúlegustu hlutir korteri fyrir kosningar.  Málefni öryrkja/aldraðra og bætur þeirra munu einnig koma að einhverju leyti til umræðu, þau málefni eru reyndar orðin að vana á umræðuvettvangi þingsins, því stjórnarandstöðunni finnst litlu vera áorkað í þeim málum sem er eiginlega alveg rétt en stjórnliðar eru bara ekki að fatta það. 

Hátt matvöruverð verður einnig til umræðu mig minnir að í sumar hafi þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagt að það væri alveg hægt að lækka matvöruverðið “á morgun”, nú kemur sennilega að stjórnliðum að láta þetta “á morgun” verða að veruleika.  En þegar upp er staðið verður þetta átakavetur á þingi, stjórnliðar verða sennilega í óða önn að útbýtta bitlingum og munu þurfa að svara fyrir það.  En annars held ég að best sé að segja sem minnst, ég er farin að hljóma eins og ég sé með einhverja spákúlu fyrir framan mig svo ég læt hér staðar numið og segi eins og þingmenn hafa sagt í lok ræðu sinnar í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherrans; Góðar stundir.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband