Mesta furða...

Herinn á Miðnesheiðinni farinn, við komnir með nýjan varnarsamning – nýja vörn allavega fyrir okkur en hvað er nú vörn án hers.  Svo eru kakkalakkar komnir fram í dagsljósið og allt verður víst jafnað við jörðu og við eigum að borga sóðaskapinn sem herinn hefur valdið á svæðinu.  Undirlægjuháttur fyrir nýtt varnarsamkomulag?  Nokk viss um að það hefði alveg mátt gera betur, í það minnst sagt þeim að þrífa eftir sig og borga fyrir það.  Þetta eru tvö aðskilin mál reyndar finnst mér. Allavega er nýji varnarsamningurinnn sagður byggjast á nýjum grunni og forsendum.

Það er búið að vera að njósna um okkur í 70 ár.  Maður kúgast ósjálfrátt þegar maður heyrir svona lagað.  Það gerðist inn í einhverri kyrtu á Hverfisgötunni fyrir mörgum árum, byrjaði allt með einu bréfsnifsi, stól, borði og síma og karli (það gat auðvitað ekki verið kona!).  Að lokum urðu bréfasnifsin svo mörg að þau voru brennd í sumarbústað einhverstaðar í rok og rassgati.  Hefur dómsmálaráðherra virkilega "stalkera" í sinni þjónustu?  Er hann að reyna að koma þeim í lög með leyniþjónustunni?  

Merkileg Jökulsárgangan á Austurvelli í gær.  Greinilegt að þjóðinni stendur ekki á sama hvernig verið er að fara með hálendið.  Hálsalón fyllist af vatni og Ómar Ragnarsson segir að ekki sé of seint að grípa inn í og hætta öllum framkvæmdum.  Ég verð að segja það að mér finnst svolítið seint að hafa þennan fund, hann hefði mátt halda miklu fyrr en svo var ekki, kannski af því Ómar var “enn í skápnum” eða hvað?  Annars hvað er að lögreglunni núna, hún getur ekki giskað á mannfjöldann eins og hún hefur gert á allri mannfjöldasöfnun í miðbænum undanfarin ár.  Dæmalaust, beiðni að handan eða hvað?  

Ég er bara ekki alveg að skilja af hverju það er svona vonlaust, útlokað og nærri alveg ómögulegt að texta innlent sjónvarpsefni hér á landi, sér í lagi hjá einkastöðvum sem eru svo drífandi og framsæknar á sviði allra tækniframfara.  Ég neita að trúa að þetta sé gersamlega vonlaust. Mesta furða að menntamálaráðherra skuli ekki vera á minni línu í þessu máli, henni sem og flokkinum hennar er nefnilega svo annt um upplýsingaraðgengi landans. Svo er bara ekkert mál fyrir þessa ríkisstjórn að henda miljarði ef ekki miljörðum í kakkalakkaþrif frekar en að skikka einkasjónvarpsstöðvar að sinna almannaþjónustuhlutverki svo framarlega sem þær eru með sjónvarpsleyfi.

Segi ekki meira í dag, farin að ryksuga.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband