Dagur heyrnarlausra

Svolítið langur tími frá síðustu skrifum en maður er búin að hafa nóg annað að gera en að setjast niður í rólegheitum og skrifa eitthvað að ráði hérna.

Ég hef ekkert svar fengið frá Jóni Ásgeiri.  Jafnuppteknir menn og Jón Ásgeir svara venjulega ekki því sem skrifað er um þá eða til þeirra í bloggi, þeir gera það bara ef þeir eiga ekkert annað eftir.  En annars er grein álíka svipuð bréfinu farin í moggann og birtist sennilega einhvern tímann á næstunni.  Ég las á heimasíðu Baugs að þeir láti mikið til sín taka í svolitlu sem heitir samfélagsábyrgð, hef líka fylgst með þeim í gegnum tíðina leggja samfélagsábyrgðinni lið og mér finnst því alveg við hæfi að maðurinn sem ræður sýni þessu mikilvæga máli sem textun á innlent sjónvarpsefni er einhvern áhuga.  Það á líka við um aðrar sjónvarpsstöðvar sem senda út innlent sjónvarpsefni. Meira um það á næstunni.

 

Dagur heyrnarlausra að baki þetta árið.  Það var flott málþing um samskiptatækni heyrnarlausra í Salnum á föstudaginn. Ég var fundarstjóri þar.   Það er nokkuð í boði hérlendis sem lítur að þessu málefni.  Þið vitið sjálfsagt að heyrnarlausir nota mikið sms-skilaboð, MSN sumir svo tæknivæddir að vera með vefmyndavél líka í tölvunni og er það bara vel.  Þá geta þeir talað táknmál við aðra sem er bara fínt mál svona rétt eins og heyrandi tjá sig í síma á talmáli.  Myndsímar voru mikið ræddir og vilja heyrnarlausir nota þá, það er margskonar möguleiki með þeim.  Til að mynda er hægt að nota þá í venjuleg símatöl þar sem túlkur er milliliður.  Þetta er mikið notað í Bandaríkjunum og myndsímatúlkamiðsttöðvar þar spretta upp eins og gorkúlur. Þetta er þannig að túlkur er staðsettur í þjónustumiðstöð, þú hefur myndsíma og hringir bara eins og venjulega (annaðhvort notar þú sjónvarpið eða tölvuna)  talar við milliliðinn á táknmáli og segir honum hvert eigi að hringja og svo bara hefst samtalið rétt eins og um venjulegt símatal er að ræða í gegnum túlk.  Í gegnum myndsímann er líka hægt að senda skrifuð skilaboð og tölvupóst.  Það er einnig hægt að nota myndsímana fyrir fjartúlkun. 

Það kom líka fram að það er hægt að senda sms-skilaboð í Neyðarlínuna 112. Það merkilega við þetta er að sms-ið fer beint í tölvu stjórnborðsins og er svarað strax.  Til að mynda hver virknin er þá stendur Ísland sig best í þessu.  Nokkrar Neyðarlínur  í Evrópu hafa sms-skilaboða þjónustu og meðal svartími frá fyrsta sms-i er um 5 mínútur en hérlendis er það minna en 30 sek.  Því miður ætla ég ekki að segja að ég sé spennt að prófa þessa þjónustu en það veitir mér vissa öryggistilfinningu að þessi mikilvæga þjónusta er til staðar.  Ég er með númerið í gemsanum mínum og jafnvel þó svo ég geti ekki komið boðum á framfæri þá er hægt að staðsetja mig nákvæmlega með búnaði sem rekur símtalið og staðsetur gemsann minn.  Snilld, ekki satt?

Svo kom maður frá Símanum og kynnti Blackberry og Quverty (vona þetta sé rétt stafsett) gemsa.  Þessi síðartaldi er mjög sniðugur, en hefur sinn galla að vera alger friðþjófur, menn verða bara að kunna sér hóf eða bara vera alltaf á online.  Og svo eftir 2-3 ár kemur svo Þriðja kynslóð farsíma eða G3 eða var það 3G.  Og þá er hægt að tala táknmál í gemsann svo framarlega að viðmælandinn er líka með 3G síma.  Það var líka margt annað fróðlegt sem kom fram á málþinginu.  

 

Aðalfundur Félags heyrnarlausra var svo á laugardaginn. Af honum er bara gott að segja og komin nýr formaður. Ung kona sem heitir Hjördís Anna Haraldsdóttir og á áreiðanlega mikið eftir að láta að sér kveða í framtíðinni.  Ég óska henni alls hins besta í þessu nýja hlutverki og veit hún mun fara vel með það sem hún tekur sér í hendur á næstunni sem formaður Félags heyrnarlausra.  Tvö ný andlit komu líka í stjórnina.  Ég hætti þar með í stjórninni og er það vel.  Það verður gaman að fylgjast með framvindu mála á næstunni jafnvel þó úr fjarlægð sé.  Svo er Bettý líka hætt sem formaður, það var hún í tíu ár.  Við tvær farnar í frí sem sagt, er ekki bara komin tími á það?

Svo fór ég ásamt Júlíu með hóp af félagsmönnum í óvissuferð um kvöldið.  Við fórum á Draugasetrið og borðuðum í Hafinu Bláa á Stokkseyri. Það var mikið fjör og allir fóru bara glaðir heim. 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband