Mögnuð verðbólga!

Ég vona innilega að Magni okkar hafi það af í rokkinu þarna vestra.  Ég nefnilega ætlaði auðvitað að kjósa hann snemma í morgun,  en hrikalega leiðinlegt að segja þetta ég vaknaði þrem mínútum yfir sex og búið að loka fyrir kosninguna.  Vona þessi svefndrukknu atkvæði mín sem aldrei fóru verði ekki þau sem koma honum heim. Annars er þetta búið að vera glæsilegt hjá piltinum.   Það verður því bara spennandi að sjá útkomuna. 

 

Fyrst ekkert var kosið þá las ég fréttirnar á visir.is og sá þar eina góða um að verðbólguskotið okkar sé yfirstaðið.  Jafnframt er þess getið að þjóðin verði að halda sér höndum í eyðslu, það ætti ekki að vera neitt mál hérna ég er nefnilega að hugsa um að sleppa að kaupa flotta Chayenne jeppalinginn aðrir ættu að taka mig til fyrirmyndar.  Ég ákvað þetta þegar mér var hugsað til manns nokkurs sem var nýbúin að fá sér glæsilegan jeppa, alveg nýjan með öllu og kostaði einhverjar miljónir, svona langt umfram venjulegan fólksbíl.  Ég hrósaði manninum fyrir þennan flotta jeppa og hann var ekki alveg að taka hrósinu mínu en sagði að hann hefði fengið jeppa með vitlausum lit og væri að bíða eftir að sá nýji með rétta litinum kæmi til landsins alveg svipbrigðalaust eins og ekkert væri sjálfsagðara.   Viku síðar var svo komin alveg eins jeppi í rétta litinum á planið hjá honum.   Þarna hljóp verðbólgan sennilega upp um eitt stig bara af því liturinn á nýja jeppanum var vitlaus og pælið í því þetta var karlmaður sem gerði veður út af litinum á bílnum, ekki kona, því karlinn sem vildi ákveðin lit á jeppanum átti nefnilega enga.

 

Dagurinn í dag verður þannig að unnið verður í stýrishópinum um öryrkjamálin.  Vinna í þeim hópi er komin á fullt skrið og margt fróðlegt sem varðar hagsmuni öryrkja mun líta dagsins ljós á næstunni eftir þá vinnu. Ég trúi að þessi vinna eigi eftir að umbylta mörgu í þessum málum, ný viðhorf eru komin í málin með nýjum áherslum en að þetta komist í framkvæmd er víst undir næstu ríkisstjórn komið þ.e. að segja ef það verður sú hugdjarfasta sem vinnur ekki sama gamla sukkið sem við erum búin að hafa í sextán ár eða hvað.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband