15.9.2007 | 15:57
3G
Heyrnarlausum þykir mikið til þess koma að fá að segja hvað þeir vilja á sínu máli sem og að vilja nema upplýsingar á táknmálinu. Á það mál treysta þeir eiginlega mest, svona rétt eins og allt fólk treystir á sitt fyrsta mál svo einfalt er það.
En að öðru hjá mér sem er að gerast þessa dagana og hefur verið í mótun svolítið lengi, reyndar lengur en menn vilja muna. Ég stofnaði fyrirtæki, það heitir Táknmál ehf. heitir það. Endilega kynnið ykkur málið og hafið samband ef eitthvað snýst um táknmál eða táknmálsviðmót sem ætlað er að bæta aðgengi á heimasíðum og kynnt eru á síðunni. Það er mjög gaman að stússast í kringum þetta og að kynna fyrir öðrum, sjálfri finnst mér þetta spennandi og þegar maður hugsar kannski svolítið lengra þá eru möguleikar táknmálsins alltaf jafn miklir og allra tungumála. Sumt er ókannaður heimur meðan annað lifir góðu lífi og þarf alltaf sitt.
Athugasemdir
Frábært mál með 3G símana, Sigurlín. Hjartanlega til hamingju! Þetta hlýtur að geta skipt miklu máli, vona bara að símreikningarnir verði ekki himinháir
Bestu kveðjur
Ragnhildur Jónsdóttir, 15.9.2007 kl. 17:02
Velkomin aftur Magga flott síðan þín.
Einar Vignir Einarsson, 17.9.2007 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.