Nýr sáttmáli til verndar réttindum fatlaðra

Nú var á dögum að koma út á vef félagsmálaráðuneytsins frétt um nýjan sáttmála til verndar réttindum fatlaðra, hann var samþykktur í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna 25. ágúst síðastliðin af 100 þátttökuþjóðum.

Ég hef aðeins verið að skoða meginatriði þessa sáttmála og í stuttum orðum má kannski segja að íslensk stjórnvöld þurfi að taka sig á í að laga svolítið sem ég myndi vilja sjá meira af hérna eins og til dæmis textun á innlent sjónvarpsefni hverskonar.  Því í meginatriðum sáttmálans er mikið kveðið á tryggt verði jafnrétti fatlaðra gagnvart öðrum þjóðfélagshópum sem og það að fatlaðir fái fullt aðgengi að upplýsingum, jafnan rétt til fræðslu og lögð áhersla á full lífsgæði hjá fötluðum.  Það að ekki séu lög hér sem kveða á um að texta skuli innlent sjónvarpsefni rýrir hlut heyrnarlausra/heyrnarskertra mikið til að fá sama jafnrétti, aðgengi að upplýsingum og full lífsgæði þar sem þeir sitja ekki við sama borð og aðrir sem geta numið hljóðið í sjónvarpinu án hindrunar.  Meginatriði samningsins segja líka til um að fjarlægja eigi allar hindranir.  Lagaleysið með textunina er stór hindrun og hana verður víst menntamálaráðherra að fjarlægja.  Sem og það mætti kannski líka kalla þann ráðherra sem hefur með sjónvarpsleyfi að gera til ábyrgðar því mér finnst það ætti að setja skyldu á rétthafa sjónvarpsleyfis að innlent sjónvarpsefni verði sent textað út í textavarpi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband