Demantar í Köben

Risastórt búðaævintýri!

Kaupmannahafnarferðin sem nú var farin um helgi verður sennilega okkur öllum sem fórum mjög eftirminnileg.  Það var mikið hlegið, verslað, slappað af, farið út að borða og bara skemmt sér þessa fjóra daga sem við vorum þarna.  Hótelið fær fjórar stjörnur fyrir staðsetninguna og verðið. Veitingarstaðurinn St. Gertruds Kloster sem við fórum á á föstudagskvöldið var með einsdæmum frábær.  Mér finnst ég verða að láta það flakka hérna með að ég pantaði mér eitt rauðvínsglas af víni hússins með matnum og skemmst frá því að segja að ég meira segja fékk að velja mér vínið og ekki nóg með það heldur var flaskan hjá mér allan tímann og hellt í glasið eftir þörfum og það sem ég borgaði fyrir var bara verð fyrir eitt glas af rauðvíni hússins sem var 80 danskar en flaskan sjálf kostaði samkvæmt vínseðlinum 498 danskar.  Geri aðrir betur?

Svo var bara farið út að borða öll kvöldin, segja má að ferðin hafi byrjað á Peder Oxe, á fimmtudagkvöld í Cap Horn í Nyhavn og auðvitað var sest niður og drukkinir nokkrir bjórar á Hvidvinstuen, svo var endað á veitingarstað í Tívolínu í lok ferðarinnar.  Strikið, Fields og Fisketrovet voru þrædd vel í verslunarleiðöngrunum, það sem verður gert hérna heima á næstunni er að farið verður í alsherjarskápahreingerningu.  Þegar við sátum fyrir utan á Hvidvinstuen horfðum við á slökkvilið Kaupmannahafnar að störfum þarna fyrir framan okkur því húsið sem hýsir Den danske Amber Museum brann nefnilega eða öllu heldur efsta hæðin, safninu var alveg bjargað.  Einu vonbrigði ferðarinnar var að við misstum af bátsferðinni. Við gerðumst líka svolítið forvitnar um þjóðararf dana og heimsóttum Þjóðminjasafn danans, svona fyrir kurteisisakir því það var reyndar alveg í næsta húsi við hótelið þannig að maður varð að stoppa smá á leiðinni í bæinn einn morgunin og svo heimsóttum við Nordentsbrygge hús eða öllu heldur Vestnorrænasetrið sem staðsett er í gömlu pakkhúsi sem eitt sinn hýsti vörur sem voru að koma til Danmerkur frá Íslandi eða þá vörur sem voru á leiðinni til Íslands með haust og vorskipunum í den.  Helga Hjörvar forstöðukona tók á móti okkur og sýndi okkur allt húsið, fróðlegt að sjá það.  Skemmtilegt er frá því að segja að á leiðinni að Vestnorrænasetrinu sem er við Strandvej hjólaði á móti okkur kona ein sem bara allt í einu veifaði og við horfðum gapandi á, þarna var komin Mæja mamma Sindra, sem þekkti okkur þarna og ætlaði varla að trúa þessu.  Meiriháttar að hitta hana svona fyrir tilviljun, hún hjálpaði okkur aðeins að finna út úr hvað leið ætti að fara enda var hún með í fararteskinu götubiblíuna sína um Kaupmannahafnarborg og við fengum stuttu útgáfuna af fréttum af þeim mæðginum í Danmörku sem voru bara góðar og að góðum íslenskum sið báðum við hana fyrir kærri kveðju til Sindra.  Hérna fáið þið að sjá nokkrar myndir úr ferðinni.

 
Slökkviliðið að störfum
Flottir Demantar á St. Gertrud´s Kloster
Demantar í Köben

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Magga !

Takk fyrir síðast í Köben og það var mjög gaman. Heyrumst seinna og bæ bæ Guðrún

Guðrún (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband