Sól, formannskjör og Guðs útvalda þjóð

Mér reiknast svo til að þetta sé þriðji sólbaðsdagurinn minn á þessi sumri, hafi þeir verið fleiri hafa þeir sólbaðsdagar gersamlega farið framhjá mér.  Tók reyndar eftir því í sundinu í morgun hvernig dagurinn yrði, hitamælirinn þar klukkan tíu í morgun sýndi tuttugu gráður. Svo sýnir hitamælirinn á visir.is núna 15 gráður, hérna á svölunum hjá mér uppi á fjórðu hæð er steikjandi hiti og gott betur.

Það verður að segjast að sumarið hefur ekkert verið spennandi hérna á þessu ári. 

 

Nú er eitthvað fjör að fara að færast í pólitíkina, þó ég sé langt frá því að vera einhver framsóknarmanneskja er ég spennt að sjá hvernig úrslitin fara í formannskjörinu hjá Framsókn núna um helgina.  Ekki hef ég neitt persónulega á móti frambjóðendum heldur finnst mér félagsmenn í framsók hafa mjög vítt svið til að kjósa um.  Sömu sögu má segja um varaformannsembættið og ritaraembættið.  Ég veðja eitthvað á að úrslitin verða svona:  Jón formaður, Jónína varaformaður og Sæunn ritari.  

 

Norski rithöfundurinn og heimsspekingurinn Josten Gaarder hefur skrifað kröftuga grein sem ber fyrirsögnina "Guðs útvalda þjóð" í norska blaðinu Aftonposten um stríð Ísrela í Líbanon.  Hún hefur sett allt á annan endann. Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður hefur þýtt hana.  Hún hefur mjög verið gagnrýnd og líka hlotið lof.  Það er hægt að lesa greinina á íslensku á heimasíðu Magnúsar Þórs hér er slóðin:  http://www.magnusthor.is/default.asp?sid_id=23965&tId=2&fre_id=35637&meira=1&Tre_Rod=006|&qsr  

Endilega lesa hana við tækifæri og hugleiða innhald hennar aðeins.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband