Rússnesk rúlletta?

c_documents_and_settings_sigurlin_margret_my_documents_my_pictures_blom_blom_005.jpg

Ólafur Hannibalsson hefur skrifað merkilega grein um tekjutengingar í þjóðfélaginu sem eru að leggja velferðarkerfið í rúst.  Mæli með að þið lesið hana, hún er öllum holl lesning og hana er að finna á www.visir.is undir skoðanir.

 

Mikið hefur verið rætt um hátt lyfjaverð undanfarið, ég hef aðeins fengið að finna fyrir þessu og var núna í þessu að klára lyfjaskammtinn minn og þurfti að byrgja mig upp af þeim á dögum.  Það er engu líkara að ég hafi lent í rússneskri rúllettu, enda finnst mér lyfjamarkaðurinn vera orðin það.  Ég hef aldrei þurft á neinum lyfjum að halda fyrr en ég fékk sykursýkina og tek því töflur en sprauta mig ekki.  Læknirinn minn sagði mér að öll lyf tengd sykursýkinni væru niðurgreidd og þyrfti ég ekkert að borga, það reyndist alveg rétt hjá honum allavega þangað til í gær.  Þegar ég fór í apótekið með fjölnotalyfjaseðilinn þá var komin upp ný staða, mér var gert að fá samheitalyf því ég yrði að borga fyrir frumlyfið sem ég hef verið að taka.  Sami kostnaður er á báðum lyfjunum fyrir ríkissjóð en bara spurning um að ég borgi fyrir frumlyfið eða taki samheitalyfið ókeypis. Hverju er eiginlega verið að ná fram með þessari ráðstöfun? Ég er jafnlitlu nær og þið.   Maður getur eiginlega sagt líka að tekjutengarnar sem ÓH nefnir í greininni sinni séu líka rússnesk rúlletta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband