7.8.2006 | 09:49
Róleg helgi
Mér finnst ótrúlegt að Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur fái ekki gögn um símahleranir á tímum kalda stríðsins hjá dómsmálaráðuneytinu og Þjóðskjalasafninu þar sem gögnin eru núna. Hvað er verið að fela? Einkamál dómsmálaráðherrans? Þetta eru gömul skjöl og flestir þeir sem þetta mál snertir eru víst horfnir handan móðuna miklu. Stundum hefur læðst að mér hugsun að meira vert er um að skoða af hverju heyrnarlausir hérna voru sviptir framhaldskólamenntun með lögum nr. 4 frá 1962, en þessi lög voru afnumin 1991. Þess vegna hefur meginþorri heyrnaralusra sem er á svipuðum aldri og ég með litla framhaldskólamenntun eða einhverja iðnmenntun en þessi lög heimluðu heyrnarlausum að fara í iðnmenntun sem þeir tók með einhverjum undanþágum og eru svo ekkert að vinna við það fag í dag nema í einstaka tilfellum. Nú hefur þetta vissulega breyst eins og allt annað. En samt sem áður háir þetta nokkrum heyrnarlausum mjög mikið og þetta fólk er á lífi.
Helgin búin að vera full af lífi hérna þó maður hafi nú ekkert verið að skríða á fjórum fótum í hundblautu tjaldi eða svoleiðis nokkuð. Við höfum farið í hjólaferð, í sund, í matarboð, á Stuðmannatónleikana, haft það huggulegt hérna heima og boðið fólki í mat.
Það var virkilega gaman á Stuðmannatónleikunum, stemmningin var mjög góð og þau lifðu sig alveg í tónlistina þeirra, sungu með og klöppuðu, ég lagði mig í líma að reyna að halda klappi í takt og gekk það bara vel, gat jafnvel raulað aðeins með. Það voru sagðir yfir fimm þúsund manns þarna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.