Ofsaakstur mótorhjólakappa á gangstétt

Í gærkvöldi fór ég með nokkrum vinum mínum á pöbbarölt.  Við fórum fyrst á Oliver á Laugaveginum og stoppuðum þar dágóða stund.  Þegar við komum þaðan út, var ég eitthvað að bíða eftir öðrum og leit í búðarglugga við hliðina á staðnum.  Bara svona í rólegheitum.  Snéri mér svo við og gekk þvert yfir gangstéttina eða ætlaði mér allavega að gera það, en þá bara brá mér hressilega því alveg við nefið á mér brunaði mótorhjólagengi framhjá mér.  Það mátti ekki muna nema um 25 sentimetrum að þeir hefðu klesst mig illilega niður með akstri sínum á gangstéttinni og ég hefði bara verið skröpuð af gangstéttinni það sem eftir lifði kvöldsins.  Þeir settu mig og aðra gangandi vegfarendur á gangstéttinni í lífshættu.  Þeir voru ekkert á neinum Laugavegshraða heldur fóru mjög hratt yfir og stýrðu afar glannalega, ég horfði á eftir þeim alveg forundran og mátti greinilega sjá að þarna voru fleiri í lífshættu en ég.  Þarna mátti afar litlu muna, þessir mótorhjólakappar hafa greinilega ekkert átt von á því eða hvað þá hugsað að um gangstéttina færi manneskja sem ekkert heyrði í þeim eins og meginþorri fólks á gangstéttinni og gat þar með gefið færi á forða sér, en ég hef ekkert svoleiðis og get ekki keppt við svonalagað en það er eitt alveg víst það er stranglega bannað að stunda mótorhjólaakstur á gangstéttum borgarinnar sem og annarstaðar á landinu.

 

Annars var ég að lesa góða frétt sem styður mjög framgöngu textunar á innlent sjónvarpsefni hjá RÚV í mogganum í gær.  Finnst mér ég þarna sjá dágóðan vott af skilningi í þetta mál og er það alveg frábært.   Það sama vil ég sjá hjá einkareknu sjónvarpstöðvunum.

 

Nú er ég að fara til Keflavíkur að sækja vinkonu mína sem fór til Afríku í þróunarhjálp svo þið megið vera viss að bútar af því athygilsverða í ferðasögu hennar birtist hérna á síðunni á næstunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband