Textun, bakstur og blóm

Alýsur, Stjúpur og Morgunfrúr

Ég las flott viðtal við Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra í Blaðinu í dag.  Henni finnst frelsið skipta sig öllu máli. Ég geri það nefnilega líka.  Ég vil hafa frelsi til að velja, frelsi til að fylgjast með innlendu sjónvarpsefni til dæmis og þá verður það að vera textað sé það mér nýtilegt.  Þorgerður Katrín er fyrsta konan að gegna starfi forsætisráðherra þessa daga og hún segir um það henni finnst gaman að brjóta múra eins og þennan og gera það þar með táknrænt fyrir breytingar í íslenskum stjórnmálum.  Fyrst henni finnst gaman að brjóta múra þá tel ég hana afar hæfa til þess að brjóta þann múr sem heyrnarlausir og heyrnarskertir hafa búið við hérlendis vegna þess að engin lagaleg skylda hvílir á herðum sjónavarpsstöðvanna að texta innlent sjónvarpsefni hverskonar.  Fólk er orðið ansi langteygt eftir þeim breytingum. Heyrnarlausir hafa barist fyrir þessu lengi, ég sennilega um meira en helming af ævi minni og á þessum tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið um stjórnartaumana.  Ég skora hér með á Þorgerði Katrínu að koma þessum textunarmálum í viðunnandi horf svo upplýsingaraðgengi heyrnarlausra og heyrnarskertra verði hindrunarlaust í sjónvarpsmiðlunum.   Þetta er mikið mannréttindamál og sjálfsögð réttindi hjá velflestum þjóðum heims. Sama má segja um táknmálið, það þarfnast þeirrar viðurkenningar sem það þarf til, en um það skal ég skrifa seinna.

 

Annars er það bara hérna að mér datt í hug í morgun að baka eina köku bara svona til að fá bökunarilm í húsið og svo að því að krakkarnir mínir voru farin að suða um eitthvert almennilegt bakkelsi og vildu fá skúffuköku.   Ég hef ekki bakað í háa herrans tíð og ákvað að gera gott um betur, skúffukaka er of einföld.  Ég vildi frekar gera rúllutertu, gerði það mjög vel í den.  En í morgun gekk eitthvað mjög illa, ég er alveg greinilega komin úr æfingu.  Mjög erfitt reyndist að rúlla blessaðri kökunni upp en mér tókst með naumindum að klambra henni saman á disk, svona skammlaust og flýtti mér að setja hana í ísskápinn svo kremið myndi harðna aðeins.  En það tókst ekki svo vel til heldur var diskurinn líka of lítill og datt helmingurinn niður á gólf og þar með fór rúllutertan góða í ruslafötuna.  Krakkarnir hneyksluðust og sögðu að skúffukaka hefði alveg nægt, svo þau eiga inni hjá mér eina skúffuköku sem sennilega verður bökuð í dag, svona þegar ég er búin að jafna mig eftir rúllutertuófarirnar.

 

Hérna fáið þið að sjá tvær myndir af blómum.  Myndirnar eru teknar úr garði föðurbróðurs míns á Akranesi.  En hann ræktar sumarblómin sjálfur og einmitt svona blóm, bústin og falleg gerðu foreldar mínir og seldu í garðyrkjustöð sinni í Klapparholti á Akranesi þegar ég var að alast upp. 


Dhalía

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband