21.7.2006 | 19:47
Sól, sól...
Sólin hefur aldeilis verið að leika við okkur í dag og í gær. Ég og börnin mín létum það eftir okkur að láta sólina bara skína á okkur. Í gær var það Salasundlaugin í Kópavogi og í dag fórum við í Nauthólsvíkina og þar voru þessar myndir einmitt teknar.
Annars er bara voða rólegt hérna þessa dagana og á morgun förum við í Borgarnes í afmæli einnar prinsessunnar í fjölskyldunni sem heldur upp á þriggja ára afmælið sitt og ætlar bara að hafa afmælið veglegt og halda upp á það í sumarbústað. Gott hjá prinsessunni.
Öll pólitíkin greinilega í fríi hérna heima, samt alltaf eitthvað að gerast eins og til dæmis það að félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra undirrituðu samkomulag við einkaaðila að annast meðferðarúrræði fyrir unglinga með geðraskanir og áhættubundna hegðun. Hið besta mál og verkefnið heitir Lífslist og er að erlendri fyrirmynd.
Stríðið í Líbanon er óhuganlegt. Mér finnst ekki vera mjög mörg ár síðan Ísraelar fóru þaðan, sex ár eða svo. Nú eru þeir komnir aftur og það af meira ofsa en fyrr. Landið eyðileggst og ekki bara landið heldur fólkið, allt kerfið og þar með öll uppbyggingin sem hefur átt sér í stað. Sorglegt er ekki annað hægt að segja. Er það ekki bara sagt um öll stríð svona almennt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.