18.7.2006 | 12:37
Ferskt og fínt
Ég vil benda á að hægt er að sjá meira af menningarhátíðinni á heimasíðu Félags heyrnarlausra www.deaf.is Endilega að kíkja þangað.
Matvælanefnd forsætisráðherra hefur núna skilað af sér niðurstöðum sem ekki allir eru á eitt sáttir við. Tölur frá 50 til 150 þúsund er nefndar sem koma til með að lækka matvælakostnað vísitölufjölskyldunnar á ári. Það er gott mál en samt er eins og það muni hafa umtalsverð áhrif á verðbólguna. Fyrst maður er farin að tala um mat þá ætti ég kannski að luma því að ég stalst í Brynjuís á Akureyri, ekki bara einu sinni heldur þrisvar. Hver getur annars sleppt því að koma við í Brynjuís þegar maður er nú komin alla leið til Akureyrar? Ekki einu sinni kona eins og ég sem hefur misst 16 kíló og er með sykursýki. Ég segi ykkur það satt að samviskan beit mig ansi mikið eftir hvern ísinn á fætur öðrum. Með þessu var ég víst búin með K-kvótann þá dagana sem stefnan var sett á ísinn. En annars gekk það alveg furðuvel að ferðast án þess að þurfa að kaupa skyndibita í þjóðvegasjoppunum. Skyrið eitt og sér með ávexti nægði mér alveg til að þurfa ekki að leggjast svo lágt að fá mér hamborgar með frönskum sem víst er vinsælasta fæðutegundin í þjóðvegasjoppunum, það er ekki bara fitan í þessu sem fælir mann frá heldur verðið líka, ekkert klinkverð eins og á makkanum, heldur verð sem hleypur á öðru eða þriðja þúsundi fyrir vísitölufjölskylduna, jafnvel fjórða ef drykkir og eftirréttur er tekin með í dæmið.
Annars er allur matur sem ég má borða mjög góður. Í kvöld verður hérna ferskt kjúklingasalat. Ætli sé ekki bara best að láta uppskriftina fljóta með hérna og hún er svona, þið bara ákveðið sjálf magnið.
Kjúklingabringur eða aðrir beinlausir hlutar kjúklingsins.
Salt og pipar.
Þetta er steikt á pönnu í olíu, salti og pipar stráð yfir.
Spínatblöð sett í skál
Dressing í sallatið:
Olía, sítrónusafi, salt, pipar, rifið sítrónuhýði, sætt sinnep og smávegis af rósmarín eða oregano
Dressingin er sett yfir spínat blöðin og svo er steiktum kjúklingabitum raðað yfir spínatblöðin og blandað saman.
Ferskara getur það ekki verið. Drekkið svo hvað sem er með þessu, ég held mig við vatnið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.