Gullkorn

Ég á  lítið gullkorna dagatal, það er svotil tímalaust þ.e. það vísar ekkert í neitt ártal eða heiti vikudagana, bara mánaðardaginn.   Mér var gefið þetta í jólagjöf fyrstu jólin mín hérna á þessu heimili og hef ég þetta dagatal hjá kaffivélinni og flétti á hverjum degi um leið og ég geri kaffið mitt.  Stundum hitta gullkornin á rétt og stundum ekki.  Gullkornin flest eru þó full af kærleik og þó ég sé að fara í annað sinn yfir dagatalið þá er finnst mér ekkert vera eins og fyrra.  Hverju gullkorni fylgir falleg mynd sem oftast er tekin með aðdráttarlinsu í náttúrinni, hlutir í blómum sem við sjáum ekki dagsdaglega þegar við göngum framhjá þeim svo dæmi séu nefnd.  Í dag 30. maí stóð þetta:  Lífið er ferðalag!  Himininn er áfangastaður!  Þá vitum við það.

Í gær var:  Þótt rósirnar hafi þyrna halda þær samt fegurðinni.  Mestu ánægju- og gleðistundir lífsins eiga oft rætur að rekja til einhvers sársauka.  Það fyrsta sem kom í hugann þegar ég las þetta datt mér var Guðni Ágústsson og fyrirsögn viðtals við hann í DV um helgina: “Halldór vildi mig ekki”, sem er búin að blasa við mér hvert sem ég hef farið um helgina en þó ekki lesið allt viðtalið, stundum nægir bara að lesa fyrirsögnina.  Það er sárt að vita til þess að einhver vilji mann ekki en núna eru aðrir tímar og Guðni orðin eða verður að öllum líkindum formaður Framsóknarflokksins, úr sársauka í gleði sem sagt eða hvað?

 

Snilld þetta gullkorna dagatal mitt og þar hitti gefandinn á mjög sniðuga gjöf.  Hægt er að nálgast þetta dagatal hérna. Dreifingu annast Fjölskyldan-Líknarfélag ses.  Höfundur er María Fontaine og ritstjóri Guðbjörg Sigurðardóttir. Þetta var gefið út árið 2004.  Meira veit ég ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fín auglýsing og ágætt gullkorn! Vonandi er Guðni sáttur.

Sigurður Þórðarson, 30.5.2007 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband