Ekkert döpur, sko

Að gefnu tilefni í athugasemdakerfinu þá skal það bara segjast að ég er EKKI neitt döpur. Myndi ekki blogga þá og setja mig í spor hans Hrólfs.  Til hvers að vera að eyða tímanum í dapurleika, nema kannski frjálslyndum vanti umræðuefni á miðstjórnarfundum sínum?  Maður þarf ekkert að vera dapur til að vera í smá moldvörpuleik. Maður er bara að grúska í svolitlu sem er skemmtilegt, hver veit nema ég kjafti frá því einhvern daginn hérna.

 

Ég var að lesa ljóðabók eftir Ara Trausta Guðmundsson, Krókaleiðir heitir hún.  Mjög góð. Ljóðin eru stundum skrifuð á þann hátt að maður getur auðveldlega sett fram mynd af ljóðinu eða jafnvel stuttmynd. Það finnst mér sniðugt form.

Annars er það bara Flugdrekahlauparinn sem ég er líka að lesa núna og svo er líka bara prjónað á kvöldin.  Á daginn er grúskað, eldað, þvegin þvottur o.s.frv.

 

Ég var að æfa reykingarbannið sem skellur á um næstu helgi í gærkvöldi, stóð mig bara vel og alveg nokkuð víst að ég heimsæki enn kaffihúsin og barina þrátt fyrir reykingarbannið. Það má heldur ekki reykja heima hjá mér, svo þetta er bara alveg fyrirtak sem reyndar hefði allt eins mátt setja á miklu fyrr. 

En hvernig er þetta nú annars með það að ekki megi tala í farsíma við akstur?  Er búið að afnema þau lög, allavega er handfrjáls búnaður mikið notaður.  Maður sér það þegar maður lítur kannski í baksýnisspegilinn á rauðu ljósi og sér bílstjórann aleinan í bílnum á fullu að tala við sjálfan sig eða þá mögulega í handfrjálsan búnað.  Svo lítur maður til beggja hliða og í næsta bíl er verið að tala í farsíma án handfrjálsbúnaðar og svo er ég kannski að pikka sms. Já, það gerist heilmargt á rauðu ljósi.   Gaman væri að vita hvort eitthvað sérstakt átak sé gert af lögreglunni að stoppa fólk sem talar í farsíma án handfrjáls búnaðar og sektar það.  Þá myndi eflaust eitthvað skila sér í krónum talið. Var sektin ekki 5000 kall?

c_documents_and_settings_sigurlin_margret_my_documents_my_pictures_blom_blom_005.jpg

 Svo hérna fáið þið eina mynd af því sem í vændum er á næstunni... það er að koma sumar og þá fer allt í blóma sko....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband