26.5.2007 | 15:19
Hitt og þetta
Maður verður nú smávegis að skrifa hérna svona til að láta vita af sér og gleðja bloggvinina eða koma þeim á skeifustigið. Bloggvinir mínir eru fínir, bara svo þið vitið þá er þeim ekkert raðað eftir neinni sérstakri röð, eftir uppáhaldi eða hvar þeir eru í stafrófsröð. Heldur detta þeir bara inn eftir því hvenær þeir panta að gerast bloggvinir manns eða þá ég finn einhvern áhugaverðan til að bæta á listann minn.
Ég rúnta stundum með kaffibollanum á morgnana ef tími gefst til ef ekki þá bara áður en ég sofna. Bara svo þið vitið það, þið eruð lesin, þá vitið þið það. Innlitið á síðunni minni er þó ekkert voða hátt. Byr finnur mig varla. Það hefur komið fyrir að málfars eða málfræðivillu eiga til að slæðast inn en þeim hefur farið fækkandi eftir því að púkinn bættist við á vinnsluborð bloggsins. Snilld. Þessi hérna þarf greinilega að fá sér meira en púka á vinnsluborðið.
Þá hefur bara ný ríkisstjórn hafið störf, stjórnsáttmálinn nokkuð sá sami og síðast með örlitlum breytingum í takt við rétt tímatal og copy/paste úr stefnu Samfylkingarinnar, hitt sem tilheyrði Framsókn var deletað. Annars er bara það að gefa þessar ríkisstjórn sitt tækifæri og spenntust er ég bara að sjá hvernig Framsókn ætlar að sýna hörku í stjórnarandstöðunni þegar sitt og hvað sem þau gerðu og vildu er enn í fullu gildi hjá núverandi valdhöfum. Ætlar Framsókn að enda öll andsvör sín og ræður á frasanum: við getum ekki samþykkt þetta af því við erum ekki með í ríkisstjórn. En hvað um það, þetta verða bara orð og meirihlutinn ræður hvort sem Framsókn líkar betur eða verr.
Hér er ansi rólegt hjá mér, ég hef þó hagað mér eins og moldvarpa síðustu daga og ætla að gera það áfram. Það er meira fjör hérna á nóttunni heldur en á daginn. Við morgunverðarborðið fæ ég alltaf fréttir af hvað hafi gerst í nótt, hafi eitthvað merkilegt gerst eins og í nótt keyrði fullur ungur ökumaður á ljósastaurinn og lögreglan kom með tilheyrandi hávaða og ljósum, börnin mín vöknuðu og fyldust með öllu sem fram fór. Eftir þessa sýn sögðust þau aldrei nokkurn tímann ætla að keyra full. Eins og það hafi eitthvað verið í framtíðaráformum þeirra. Hvað kemur fólki annars til að keyra drukkið? Það hafði allavega efni á flöskunni eða drykkjunum sem kom því í þetta ástand, því ætti það ekki að hafa efni á leigubíl eða bara drullast gangandi heim. Fórnarkostnaður við svona athæfi er þvílíkur að það ætti að vera óhugsandi að slíkt endurtaki sig en það hefur nú samt gerst. Hvílík heimska. Ég sagði bara að mikið hefðu þau verið heppin að vera í rúmunum sínum þegar fullur ökumaður var á ferðinni hérna alveg við götuna okkar. Þau sögðu líka að mikið hefði ég verið heppin að geta sofið því hávaðinn sem orsakaðist af höggi bílsins við ljósastaurinn hefði verið voðalegur og svo sírenuvælið hjá lögreglunni sem bættist við stuttu síðar.
Laugardagur núna, ætli maður kíki ekki á mannlífið í miðbænum aðeins í kvöld og keyri svo heim ódrukkin as usally, ómögulegt að vera að keyra niður fleiri ljósastaura hérna í grenndinni meira.
Athugasemdir
Heil og sæl
Mátti til með að kvitta. Alltaf gaman að lesa síðuna þína og góðar pælingar.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 26.5.2007 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.