Lagt ´ann

Nú er víst allt sem við ætlum að hafa með norður komið í töskurnar og lagt verður af stað í fyrramálið.  Tilhlökkunin er mikil, bæði hjá mér að því leyti að mikið verður gaman að vera á stað þar sem allt að 240 heyrnarlausir eru samankomnir og það hér á Íslandi, fjölbreytnilegt mannlíf og spennandi viðvangsefni að fást við.  Börnin mín verða á útilífsnámskeiði hjá skátunum á Akureyri og munu skemmta sér vel þar á daginn.  Ekki ætla ég að hafa þetta langan pistil í þessu þar sem ég er alveg að fara að halla mér, er víst ein af þessum konum sem vilja skilja heimilið eftir hreint og fínt, bara til þess eins að koma heim að því hreinu og fínu. Þannig að ég er búin að vera sitt hvað að í dag í útréttingum og þrifum á milli þess sem maður var að pakka og ekki nóg með að ég var að bjástra við saumaskap líka.  Það er nú sitt og hvað sem þarf að laga eftir að kílóin fóru að hrynja af mér.

 

Ég ætla að reyna að skrifa eitthvað af hátíðinni hérna, en það fer nú allt eftir því hvað maður kemst mikið í tölvu, ekki það að tölvu skortir heldur hvort tími sé yfirhöfuð til að setjast niður og skrifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband