3.7.2006 | 20:54
Fótbolti, lyfjaverð og listapælingar
Helgin búin að vera róleg. Við, ég og mín tvö fórum í Landsbankaveisluna í miðbæinn á laugardaginn og skemmtum okkur bara vel. Myndavélin var í veskinu og þið fáið því nokkrar myndir að skoða. Sonurinn var reyndar allan tímann í fótboltanum þarna, með risastóran fótbolta að kljást við. Þetta var mjög vinsælt og fór hann aftur og aftur í röðina sem ekkert var mjög löng. Hann hafði þó smátíma til að fá sér afmælisköku. Að veislunni lokinni var svo veislugestum gefnir fótboltar, við fengum öll einn bolta að gjöf en á leiðinni að bílnum gáfum við litilli stúlku einn boltann, þannig að tveir boltar hérna er alveg nóg. Svo á heimleiðinni komum við hjá vinkonu minni og grilluðum þar góðan mat.
Ég var að horfa á Kastljósið áðan og sjá þarna talað um muninn á verði lyfjaseðilsskyldra lyfja á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð. Það vakti líka undrun mína að hægt sé að fá afgreidd lyf með íslenskum lyfjaseðili í apóteki í Danmörku. Merkilegt finnst mér en mér finnst verðið þó enn merkilegra og það meira segja að lyfin séu frá sama fyrirtækinu, nefnilega Actavis. Hvernig er þetta hægt? Það þætti mér fróðlegt að vita, kannski var spurningu minni svarað þarna í Kastljósinu en því miður var ég ekkert að nema það.
Svo hermt sé eftir í fréttum þá eru uppi bollaleggingar að Þorgerður Katrín muni skipa fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningum 2007. Svona fyrst menn eru núna á þessum tíma byrjaðir að þreifa fyrir sér hvernig listarnir hér í kjördæminu sem og annars staðar skuli koma til með að vera þegar upp er staðið. Þá finnst mér alveg sjálfsagt að ég fari að hugsa mér til í þeim efnum. En þegar upp er staðið er kannski bara langbest að segja sem minnst núna og láta útkomuna bara vera spennandi þegar á þessum málum verður tekið. Satt best að segja virkar það mjög spennandi á mig að vera áfram á sama lista og síðast. Frjálslyndi flokkurinn kom mjög vel útúr sveitastjórnarkosningunum nú í vor, þannig að vel er hægt að leyfa sér að vera bjartsýn og spá flokkinum mínum góðu gengi í kosningunum næsta vor.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.