28.6.2006 | 11:07
Handa hverjum eru fjölmiðlarnir?
Seinnipartinn í gær fór ég með syni mínum á fótboltaleik. Hann var að keppa með liði sínu Stjörnunni. Hann spilaði einn leik á móti Þrótti og skemmst er frá því að segja að einn af mótspilurum var frændi hans Hávar. Ég smellti mynd af þeim frændunum sem þið sjáið hérna.
Einn góður samherji minn Arnþór Helgason bloggar líka hérna og í bloggi sínu nú á dögum gerði hann svolítið að umfjöllunarefni sínu. Hann varpaði fram spurningunni Handa hverjum eru fjölmiðlarnir? Góð spurning sem vert væri að fá svör við. Sem dæmi fyrir þessu skulum við skoða vinsælasta þátt um málefni líðandi stundar nefnilega Kastljósið og svo auðvitað þættina Ísland í bítið og Ísland í dag. Þetta eru mjög vinsælir þættir svo vinsælir að ég þarf að segja það þrisvar sinnum hérna í innganginum. Þegar útlendingar eru viðmælendur í þessum þáttum er texti, enda er þess vandlega getið í lögum að texta eigi erlent mál á íslensku. Þegar kemur að málefnum heyrnarlausra í þessum þáttum þá er upptakan textuð og jafnvel komið með innslög á táknmáli. Flott mál skal það bara segjast. En ég bara spyr af hverju er ekki hægt að texta allt sem fram fer í þessum þáttum svo allir gætu notið þessa fínu umræðna um margvísleg málefni líðandi stundar. Af hverju þarf alltaf að texta efni sem varða heyrnarlausa og þeir þekkja vel inná? Af hverju mega heyrnarlausir ekki fræðast um önnur málefni sem eru að gerast í þeirra landi í þáttunum? Á meðan innlent sjónvarpsefni er óaðgengilegt 10% þjóðarinnar verður það að segjast eins og er að fjölmiðlar eru sko alls ekki fyrir alla. Er ekki komin tími til að bæta úr þessu enn frekar? Hvað segja kostendur þáttana um þetta? Það er alveg hægt að texta beinar útsendingar, og Kastljósið í heild sinni er ekki alveg sent út beint, mörg viðtöl eru tekin upp fyrirfram. Ég spyr nú líka, hver er vilji stjórnenda sjónvarpstöðvanna að koma textunarmálum í viðunnandi horf eða öllu heldur áhorf. Loka þeir bara augunum við þessu og senda út sefni sem er ekki aðgengilegt öllum. Mér finnst nú að þeir ættu að horfa á þessa vinsælu þætti sína með eyrnartappa í nokkur skipti til að sjá það sem við sem látum þessi mál miklu varða sjáum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.