Spurt er

Í dag verður Íslandshreyfingin með Opið hús í Víking hótel í Hafnarfirði, rétt hjá Fjörukránni milli kl. 13-17.  Þar verður eitthvað fyrir alla og heitt á könnunni og meðí.

Og fyrst maður er komin hingað inn þá bara getur maður ekki setið á sér að smella inn nokkrum orðum um textun á innlendu sjónvarpsefni.  Ástæða þess er að í gærkvöldi horfði ég aðeins á tvo fréttamenn yfirheyra Geir H. Haarde formann Sjálfstæðisflokksins.  Ég held ég geti fyrir víst staðfest það án þess að athuga málið neitt frekar að heyrnarlaust/heyrnarskert fólk er eitt stórt spurningarmerki hvað það eigi að kjósa eftir þáttinn.  Neðarlega á skjánum komu spurningarnar sem spurðar voru en enginn svör. Til hvers var verið að setja spurningarnar inn í textaformi ef enginn voru svörin?  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband